Af þeim var um helmingu í sóttkví við greiningu, eða 575.
Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum sem almannavarnir senda út á fjölmiðla um helgar.
8.400 eru nú í einangrun á landinu og 11.727 í sóttkví.
45 sjúklingar á Landspítalanum eru nú með Covid-19. Á gjörgæslu liggja sex með veiruna og eru þrír þeirra í öndunarvél.
Tölur um fjölda tekinna sýna og önnur nánari tölfræði um framgang faraldursins verða næst uppfærð á mánudaginn og birtast á Covid.is.