Innlent

Listi með Ólöfu og Agniezsku í fararbroddi samþykktur af trúnaðarráði

Sunna Valgerðardóttir skrifar
Agnieszka Ewa Ziółkowska vill vera varaformaður Eflingar og Ólöf Helga Adolfsdóttir formaður. A-listi Eflingar var samþykktur af trúnaðarráði í gær. 
Agnieszka Ewa Ziółkowska vill vera varaformaður Eflingar og Ólöf Helga Adolfsdóttir formaður. A-listi Eflingar var samþykktur af trúnaðarráði í gær.  Samsett mynd / Efling

Trúnaðarráð Eflingar samþykkti í gærkvöld A-lista stjórnar Eflingar með Ólöfu Helgu Adolfsdóttur í formannssætinu. Agniezska Ewa Ziólkowska, starfandi formaður, verður varaformaður. Guðmundur Jónatan Baldursson vinnur nú að því að setja saman lista og ætlar í formannsslag. 

Ólöf Helga er nú vara­­for­­maður Eflingar og Agnieszka er starfandi formaður. Ólöf skipar fyrsta sæti listans.  Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, ætlar að taka formannsslaginn við Ólöfu og teflir fram öðrum lista sem verið er að leggja lokahönd á að manna, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Guðmundur var hluti af B-listanum sem bauð fram krafta sína árið 2018 undir forystu Sólveigar Önnu sem var kjörinn formaður.

Fréttastofa hefur ekki náð tali af Ólöfu í morgun en hún staðfestir í tölvupósti að í gær hafi trúnaðarráð samþykkt listann. Næsta skref er að kjörstjórn mun fara yfir hann og ganga úr skugga um kjörgengi allra aðila á listanum. 

Leiðrétting: Upphaflega stóð að Agnieszka væri í öðru sæti listans, en hún var kosin í fyrra og verður því ekki á listanum í ár. 


Tengdar fréttir

Ólöf Helga fremst á lista Eflingar

Ólöf Helga Adolfs­dóttir, vara­­for­­maður Eflingar og fyrr­verandi hlað­­maður hjá Icelandair, er for­­maður á lista sem upp­­­stillinga­­nefnd Eflingar lagði fram í dag og stjórn fé­lagsins sam­þykkti á fundi sínum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×