Lífið

John Mayer og Jeff Ross minnast Bob Saget í bílnum hans

Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar
Vinirnir Bob Saget og John Mayer.
Vinirnir Bob Saget og John Mayer. Getty/ Matt Winkelmeyer

John Mayer og Jeff Ross minnast Bob Saget á leiðinni heim af flugvellinum þar sem þeir voru að sækja bílinn hans eftir að hann féll frá um helgina.

John og Jeff lýsa Bob sem afar ástríkum manni og segja að hann hafi ekki skilið neinn eftir í vafa um það hversu mikla ást hann bæri til þeirra. Mennirnir tárast reglulega í gegnum myndbandið þegar þeir rifja upp fallegar minningar um vin sinn.

„Bob sá virkilega vel um alla. Ef þig vantaði lækni, ef þig vantaði lögfræðing, ef þú þurftir samloku með spægipylsu klukkan þrjú um nóttina því einhver stelpa var að brjóta í þér hjartað, þá var Bob mættur,“

sagði Jeff meðal annars um vin sinn. Það er augljóst að vinirnir bera mikla ást til hans og munu sakna hans um ókomna tíð. Í lok myndbandsins segir Jeff „Hvað annað getum við sagt en við elskum þig Bob, lengi lifi kóngurinn Saget.“


Tengdar fréttir

Stjörnurnar minnast Bob Saget

Ástkæri leikarinn og grínistinn Bob Saget kvaddi þennan heim skyndilega í gær og eru vinir hans og samstarfsfólk um allan heim að minnast hans með fallegum orðum og sögum.

Bob Saget er látinn

Bandaríski leikarinn og grínistinn Bob Saget, sem þekktastur er fyrir leik sinn í þáttunum Full House, er látinn, 65 ára að aldri. Hann fannst látinn á hótelherbergi sínu á Ritz-Carlton hótelinu í Orlando í Flórída í gær.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.