Innlent

Listamannalaunin hækka um 80 þúsund krónur á árinu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Ráðherra segist vilja gera meira fyrir íslenskt listafólk.
Ráðherra segist vilja gera meira fyrir íslenskt listafólk. Vísir/Vilhelm

Listamannalaunin hækkuðu um tæpar 20 þúsund krónur um áramótin, til samræmis við launa- og verðlagshækkun fjárlaga 2022. Þau munu hækka enn meira á árinu vegna ákvörðunar ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra um að hækka framlög til launasjóðs listamanna um 100 milljónir króna.

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Þar segir að listamannalaunin séu í dag 428.420 krónur en í fyrra voru þau 409.580 krónur. Vegna hins aukna framlags í launasjóðinn munu þeir sem fá úthlutað fá 490.920 krónur og nemur heildarhækkunin á árinu þannig 80 þúsund krónum.

„Þetta er ekki að mínu mati há tala og við stefnum að því á þessu kjörtímabili að þetta hækki nú í nokkrum skrefum,“ hefur Fréttablaðið eftir ráðherra, Lilju Dögg Alfreðsdóttur. „Af því ég tel að það sé mikilvægt fyrir listafólkið okkar og þetta kerfi hefur reynst mjög vel. Ríkisstjórnin er öll, myndi ég segja, á þessari línu, að styðja betur við þetta kerfi.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.