„Skítaveður“ í tveimur skömmtum væntanlegt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. janúar 2022 14:58 Hvassviðri og slydda eða snjókoma fylgir veðrinu. Vísir/Vilhelm Gular viðvaranir eru í gildi fyrir vestanvert landið í kvöld, nótt, morgundaginn og fram á fimmtudag. Reiknað er með hvassviðri og éljagangi í tveimur skömmtum. „Þetta eru alls ekki ólík veður en það er smá bil á milli þeirra,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. Fyrsta viðvörunin tekur gildi klukkan 22 í kvöld á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa og Suðurlandi þar sem reiknað er með suðvestan 15-23 metrum á sekúndu með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Gengur hratt yfir Klukkan 23 bætist gul viðvörun við Breiðafjörð og á miðnætti nær viðvörunin einnig yfir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra. Detta þær svo ein af öðrum út til klukkan fimm í nótt þegar landið verður viðvörunarlaust. Staðan á miðnætti.Veðurstofan „Seint í kvöld hvessir duglega á vestanverðu landinu. Það fylgir þessu slydda eða snjókoma í svolítinn tíma. Þetta gengur hratt yfir. Það verður skítaveður í kannski einhverja tvo, þrjá, fjóra tíma á hverjum stað, ekki mikið meira,“ segir Birgir Örn. Umferð gæti spillst Klukkan níu á morgun hefst önnur umferð af gulum viðvörunum. Þá er varað við suðvestan stomi og éljum á Breiðafirði með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Klukkan tólf á morgun bætast gular viðvaranir við á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, með sömu eða svipuðum veðurskilyrðum og varað er við á Breiðafirði um morguninn. Þessar viðvaranir gilda fram á fimmtudag. „Það hvessir aftur og um hádegi á morgun er kominn hvassviðri eða stormur og éljagangur á vestanverðu landinu,“ segir Birgir Örn. Búast má við einhverjum samgöngutruflunum vegna veðursins en Vegagerðin hefur varað við því að færð geti spillst á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði. Veður Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
„Þetta eru alls ekki ólík veður en það er smá bil á milli þeirra,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. Fyrsta viðvörunin tekur gildi klukkan 22 í kvöld á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa og Suðurlandi þar sem reiknað er með suðvestan 15-23 metrum á sekúndu með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Gengur hratt yfir Klukkan 23 bætist gul viðvörun við Breiðafjörð og á miðnætti nær viðvörunin einnig yfir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra. Detta þær svo ein af öðrum út til klukkan fimm í nótt þegar landið verður viðvörunarlaust. Staðan á miðnætti.Veðurstofan „Seint í kvöld hvessir duglega á vestanverðu landinu. Það fylgir þessu slydda eða snjókoma í svolítinn tíma. Þetta gengur hratt yfir. Það verður skítaveður í kannski einhverja tvo, þrjá, fjóra tíma á hverjum stað, ekki mikið meira,“ segir Birgir Örn. Umferð gæti spillst Klukkan níu á morgun hefst önnur umferð af gulum viðvörunum. Þá er varað við suðvestan stomi og éljum á Breiðafirði með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Klukkan tólf á morgun bætast gular viðvaranir við á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, með sömu eða svipuðum veðurskilyrðum og varað er við á Breiðafirði um morguninn. Þessar viðvaranir gilda fram á fimmtudag. „Það hvessir aftur og um hádegi á morgun er kominn hvassviðri eða stormur og éljagangur á vestanverðu landinu,“ segir Birgir Örn. Búast má við einhverjum samgöngutruflunum vegna veðursins en Vegagerðin hefur varað við því að færð geti spillst á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði.
Veður Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira