Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum greinum við frá ákvörðun ráðherra um nýjustu sóttvarnaaðgerðir, að því gefnu að ríkisstjórnarfundi verði lokið í tíma.

Þá fjöllum við um nefndarfund velferðarnefndar sem fram fór í morgun en þar var Þórólfur Guðnason á meðal gesta.

Einnig tökum við stöðuna á væntingum ferðaþjónustunnar í garð ársins sem er nýhafið en um þær var fjallað á sérstöku málþingi í morgun.

Að auki verður rætt við forstjóra Landsvirkjunnar um stöðuna á vatnsbúskapnum en Landsvirkjun boðaði frekari skerðingar til orkunotenda í gær.

Að neðan má sjá beina útsendingu á Stöð 2 Vísi þar sem beðið er eftir að fundi ríkisstjórnar ljúki og heilbrigðisráðherra kynni næstu aðgerðir í faraldrinum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×