Sport

Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, NFL og körfubolti frá öllum heimshornum

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Líklegt þykir að Kelleher standi í marki Liverpool
Líklegt þykir að Kelleher standi í marki Liverpool EPA-EFE/VICKIE FLORES

Það er svakalegt hlaðborð af beinum útsendingum á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag. FA bikarinn, NFL, golf og alls konar körfubolti.

Það verður byrjað snemma því strax klukkan 11:20 hefst leikur Unicaja og Valencia í spænsku ACB deildinni í körfubolta þar sem Martin Hermannsson verður vonandi búinn að jafna sig á Kórónuveirunni. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport 2.

Svo hefst fótboltaveislan en það verða sýndir fjórir leikir í ensku bikarkeppninni. West Ham og Leeds mætast klukkan 13:45 á Stöð 2 Sport 4 og Klukkan 13:50 hefst útsending frá leik Liverpool og Shrewsbury Á Stöð 2 Sport 4. Á sama tíma mætast Tottenham og Morecombe á Stöð 2 Sport 3. Klukkan 17:00 fer svo fram leikur Arsenal og Nottingham Forest á Stöð 2 Sport 2.

Klukkan 18:00 fer svo NFL deildin af stað og verða sýndir tveir leikir.  Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers mætast í fyrri leiknum á Stöð 2 Sport 3 og Strax í kjölfarið eða klukkan 21:20 hefst leikur LA Rams og San Francisco 49ers.

Það verða sýndir tveir leikir í Subwaydeild kvenna í dag. Klukkan 18:05 mætast Fjölnir og Breiðablik og klukkan 20:00 er komið að stórleik Hauka og Vals.

NBA deildin fer af stað klukkan 20:30 með leik Los Angeles Clippers og Atlanta Hawks.

Þá verður Golf á Stöð 2 Golf Klukkan 21:00. Þá heldur svo Sentry Tournament of Champions mótið áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×