Hætta við hugmynd um 75 þúsund króna launaauka Árni Sæberg skrifar 8. janúar 2022 16:05 Leikskólakennarar geta gleymt því að gerast starfsmannaveiðarar. Vísir/Vilhelm Hætt hefur verið við umdeilda hugmynd borgaryfirvalda um að greiða leikskólakennurum 75 þúsund króna launaauka fyrir að fá vini sína og ættingja til starfa á leikskóla. Í tilkynningu frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar segir að borgin ætli að fylgja eftir átaki um að að auka fjölda leikskólaplássa með fjölþættum stuðningi við leikskólastjórnendur varðandi ráðningar- og mannauðsmál. Hins vegar hafi verið fallið frá hugmynd um launaauka. Formaður Félags leikskólakennara sagði í samtali við fréttastofu í gær að hugmyndin væri grátbrosleg og ekki til þess fallin að ráðast að rót mönnunarvandans. „Brúum bilið verkefnið sem gengur út á að fjölga verulega leikskólarýmum í borginni kallar á aukinn mannafla í leikskóla Reykjavíkur. Á undanförnum árum hafa fjárframlög til skólamála aukist verulega sem hefur skilað sér í bættu starfsumhverfi fyrir leikskólakennara og annað starfsfólk ásamt aukinni þjónustu til barna á öllum skólastigum. Borgin hefur samþykkt fjölmargar aðgerðir á undanförnum árum til að bæta starfsumhverfi í leikskólum og varið til þess rúmlega 4 milljörðum króna á tímabilinu 2018-2022,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Mönnun er aðalvandinn Þá segir að framkvæmdir við stækkanir og nýbyggingar leikskóla gangi vel en að fjölgun leikskólaplássa strandi á fjölgun starfsfólks. „Borgarráð samþykkti á fimmtudag að leggja aukið fjármagn, um 20 milljónir króna, til að styðja við ráðningar- og mannauðsmál. Þar munar mestu um aukinn stuðning mannauðsráðgjafa sem munu einbeita sér að stuðningi við stjórnendur leikskóla í ráðningarmálum.“ Stefna á aukna ánægju starfsfólks Verkefnið sé tvíþætt, annars vegar felist það í að vekja athygli á leikskólakennarastarfinu og laða að fleiri umsækjendur, og hins vegar að hlúa að starfsumhverfi á leikskólum. „Að einhverju leyti tengist þetta tvennt, þ.e. besta kynningin á störfunum er ánægður starfsmaður sem talar vel um vinnustaðinn sinn í samfélaginu,“ segir í tilkynningunni. Nú þegar fallið hafi verið frá hugmynd um launaauka, sem þó tíðkist víða, verði auknu púðri varið í að þróa aðrar hugmyndir á borð við nýja auglýsingaherferð, að efla íslenskukennslu og bæta móttöku nýliða, þróa aðgengilegra umsóknarkerfi, auka greiningarvinnu, efla stuðning við einstaka leikskóla, og samstarf við ráðningastofur og Háskóla Íslands. „Þá verður leitað leiða til að hlúa betur að starfsumhverfinu til að draga úr starfsmannaveltu,“ segir í lok tilkynningar. Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Í tilkynningu frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar segir að borgin ætli að fylgja eftir átaki um að að auka fjölda leikskólaplássa með fjölþættum stuðningi við leikskólastjórnendur varðandi ráðningar- og mannauðsmál. Hins vegar hafi verið fallið frá hugmynd um launaauka. Formaður Félags leikskólakennara sagði í samtali við fréttastofu í gær að hugmyndin væri grátbrosleg og ekki til þess fallin að ráðast að rót mönnunarvandans. „Brúum bilið verkefnið sem gengur út á að fjölga verulega leikskólarýmum í borginni kallar á aukinn mannafla í leikskóla Reykjavíkur. Á undanförnum árum hafa fjárframlög til skólamála aukist verulega sem hefur skilað sér í bættu starfsumhverfi fyrir leikskólakennara og annað starfsfólk ásamt aukinni þjónustu til barna á öllum skólastigum. Borgin hefur samþykkt fjölmargar aðgerðir á undanförnum árum til að bæta starfsumhverfi í leikskólum og varið til þess rúmlega 4 milljörðum króna á tímabilinu 2018-2022,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Mönnun er aðalvandinn Þá segir að framkvæmdir við stækkanir og nýbyggingar leikskóla gangi vel en að fjölgun leikskólaplássa strandi á fjölgun starfsfólks. „Borgarráð samþykkti á fimmtudag að leggja aukið fjármagn, um 20 milljónir króna, til að styðja við ráðningar- og mannauðsmál. Þar munar mestu um aukinn stuðning mannauðsráðgjafa sem munu einbeita sér að stuðningi við stjórnendur leikskóla í ráðningarmálum.“ Stefna á aukna ánægju starfsfólks Verkefnið sé tvíþætt, annars vegar felist það í að vekja athygli á leikskólakennarastarfinu og laða að fleiri umsækjendur, og hins vegar að hlúa að starfsumhverfi á leikskólum. „Að einhverju leyti tengist þetta tvennt, þ.e. besta kynningin á störfunum er ánægður starfsmaður sem talar vel um vinnustaðinn sinn í samfélaginu,“ segir í tilkynningunni. Nú þegar fallið hafi verið frá hugmynd um launaauka, sem þó tíðkist víða, verði auknu púðri varið í að þróa aðrar hugmyndir á borð við nýja auglýsingaherferð, að efla íslenskukennslu og bæta móttöku nýliða, þróa aðgengilegra umsóknarkerfi, auka greiningarvinnu, efla stuðning við einstaka leikskóla, og samstarf við ráðningastofur og Háskóla Íslands. „Þá verður leitað leiða til að hlúa betur að starfsumhverfinu til að draga úr starfsmannaveltu,“ segir í lok tilkynningar.
Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira