Segir að stuðningsyfirlýsing sé falin í læki ráðherra á færslu Loga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. janúar 2022 20:00 Andrés Ingi. Vísir/Vilhelm Þingmaður segir að stuðningsyfirlýsing sé falin í læki ráðherra á Facebook færslu Loga Bergmann þar sem hann neitar að hafa brotið gegn konu sem sakar hann um kynferðisbrot. Ráðherrann segir að með lækinu hafi hún verið að sýna samkennd og að engin afstaða felist í því. Atburðarrás gærdagsins var hröð þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. Í gærkvöldi tjáði fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann sig um málið í færslu á Facebook og sagðist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafi verið á hann. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að gera. Hann lokaði síðan fyrir athugasemdir á færsluna. Ágreiningur um læk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda- og iðnaðarráðherra hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að læka við færslu Loga og telja kjörnir fulltrúar að með því sé hún að taka afstöðu með honum. Twitter færslur.RAGNAR VISAGE Einn af þeim er Andrés Ingi Jónsson sem telur umrætt læk áhyggjuefni. „Kannski helst vegna þess hvernig þolendur geta túlkað það. Þetta er óhjákvæmilegt lesið sem einhvers konar stuðningur við yfirlýsingu Loga. Yfirlýsingu sem gengur fyrst og fremst út á það að lýsa yfir sakleysi,“ sagði Andrés Ingi. Sjálfur telur hann að með lækinu taki ráðherran afstöðu í málinu. „Mér finnst það. Hvort sem það er vegna gerendameðvirkni eða einhvers annars þá finnst mér þetta vera eitthvað sem fólk hlýtur að túlka svona og það er eitthvað sem fólk í áhrifastöðu eins og ráðherrar þarf að forðast. Við erum fólkið sem á að breyta kerfinu og til þess að vera sannfærandi í því þá þurfum við að sýna að við getum staðið með þolendum jafnvel þó að gerandinn sé einhver sem stendur okkur nærri.“ Þórhildur Gyða Arnarsdóttir tjáði sig á Twitter um málið.RAGNAR VISAGE Áslaug Arna segir í skriflegu svari til fréttastofu, aðspurð af hverju hún hafi lækað færslu Loga - að á erfiðum tímum reyni hún að sýna þeim sem standi henni nærri samkennd en að það megi gera með öðrum hætti en hún gerði. Hún segir að engin afstaða né vantrú á frásagnir þolenda felist í lækinu. Störf hennar segi meira um afstöðu hennar í þessum málum. Læk ráðherrans vekur ekki síst athygli í ljósi þess að í haust gagnrýndi Áslaug - Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara fyrir framgöngu hans á samfélagsmiðlum en þá gegndi Áslaug embætti dómsmálaráðherra. Helgi Magnús hafði sett læk við umdeilda færslu og sagði Áslaug í kjölfarið að Helgi mætti ekki rýra traust og trú almennings með framgöngu sinni á opinberum vettvangi. Læk Áslaugar var ekki það eina sem var umdeilt í dag en formaður Félags kvenna í atvinnulífinu lækaði einnig færsluna. Í færslu á Facebook viðurkennir hún mistök og segir engan stuðning falinn í lækinu. Píratar MeToo Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Segir lækið sýna samkennd en enga afstöðu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa verið að sýna samkennd með manneskju sem stendur henni nærri þegar hún lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar á Facebook í gær. 7. janúar 2022 17:26 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Atburðarrás gærdagsins var hröð þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. Í gærkvöldi tjáði fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann sig um málið í færslu á Facebook og sagðist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafi verið á hann. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að gera. Hann lokaði síðan fyrir athugasemdir á færsluna. Ágreiningur um læk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda- og iðnaðarráðherra hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að læka við færslu Loga og telja kjörnir fulltrúar að með því sé hún að taka afstöðu með honum. Twitter færslur.RAGNAR VISAGE Einn af þeim er Andrés Ingi Jónsson sem telur umrætt læk áhyggjuefni. „Kannski helst vegna þess hvernig þolendur geta túlkað það. Þetta er óhjákvæmilegt lesið sem einhvers konar stuðningur við yfirlýsingu Loga. Yfirlýsingu sem gengur fyrst og fremst út á það að lýsa yfir sakleysi,“ sagði Andrés Ingi. Sjálfur telur hann að með lækinu taki ráðherran afstöðu í málinu. „Mér finnst það. Hvort sem það er vegna gerendameðvirkni eða einhvers annars þá finnst mér þetta vera eitthvað sem fólk hlýtur að túlka svona og það er eitthvað sem fólk í áhrifastöðu eins og ráðherrar þarf að forðast. Við erum fólkið sem á að breyta kerfinu og til þess að vera sannfærandi í því þá þurfum við að sýna að við getum staðið með þolendum jafnvel þó að gerandinn sé einhver sem stendur okkur nærri.“ Þórhildur Gyða Arnarsdóttir tjáði sig á Twitter um málið.RAGNAR VISAGE Áslaug Arna segir í skriflegu svari til fréttastofu, aðspurð af hverju hún hafi lækað færslu Loga - að á erfiðum tímum reyni hún að sýna þeim sem standi henni nærri samkennd en að það megi gera með öðrum hætti en hún gerði. Hún segir að engin afstaða né vantrú á frásagnir þolenda felist í lækinu. Störf hennar segi meira um afstöðu hennar í þessum málum. Læk ráðherrans vekur ekki síst athygli í ljósi þess að í haust gagnrýndi Áslaug - Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara fyrir framgöngu hans á samfélagsmiðlum en þá gegndi Áslaug embætti dómsmálaráðherra. Helgi Magnús hafði sett læk við umdeilda færslu og sagði Áslaug í kjölfarið að Helgi mætti ekki rýra traust og trú almennings með framgöngu sinni á opinberum vettvangi. Læk Áslaugar var ekki það eina sem var umdeilt í dag en formaður Félags kvenna í atvinnulífinu lækaði einnig færsluna. Í færslu á Facebook viðurkennir hún mistök og segir engan stuðning falinn í lækinu.
Píratar MeToo Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Segir lækið sýna samkennd en enga afstöðu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa verið að sýna samkennd með manneskju sem stendur henni nærri þegar hún lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar á Facebook í gær. 7. janúar 2022 17:26 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Segir lækið sýna samkennd en enga afstöðu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa verið að sýna samkennd með manneskju sem stendur henni nærri þegar hún lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar á Facebook í gær. 7. janúar 2022 17:26