Lífið

Neituðu að birta fyrir­sögn um þyngdar­aukninguna

Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar
Diljá Ámundadóttir Zoëga.
Diljá Ámundadóttir Zoëga. Facebook

Diljá Ámundadóttir Zoëga birti skoðanagrein á Vísi í dag þar sem hún talar um fitufordóma og hvernig þeir viðgangast í samfélaginu og á hinum ýmsu miðlum. Þá nefnir hún sérstaklega einn fjölmiðil sem hún átti í samskiptum við fyrir nokkrum árum.

Hún rifjar upp þegar ákveðinn fjölmiðill hafði samband við hana með það í huga að ræða hennar fyrri ferðalög. Henni fannst hún hafa rætt ferðalögin sín í þaula en stakk upp á því að veita viðtal þar sem fyrirsögnin væri „Þyngdist um 15 kg á 10 árum og aldrei liðið tignarlegri og betur í eigin líkama.“ Miðillinn sem um ræðir afþakkaði að sögn Diljár pent þar sem hugmyndin stangaðist alveg á við ritstjórnarstefnu tímaritsins.

Þó að það hafi ekki komið henni á óvart fannst henni heldur furðulegt að miðillinn hafi ekki haft áhuga á því að birta slíkt viðtal miðað við fyrr útgefið efni. Sambærileg forsíðuviðtöl með fyrirsagnir á borð við „Léttist um 15 kíló og aldrei liðið betur“ voru sífellt að birtast á miðlinum og öðrum sambærilegum miðlum.

Diljá finnst þetta sína svart á hvítu hversu gegnumgangandi fitufordómar eru í samfélaginu, ef þeir eru stefna hjá heilum fjölmiðli. Sjálf segist hún ekki stíga á vigtina þar sem talan á henni geri lítið gagn fyrir andlega heilsu og segi ekkert til um innri útgeislun.

Hér má lesa greinina í heild sinni.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.