Allt á floti í Grindavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. janúar 2022 10:13 Það er allt á floti í Grindavík. Vísir/Vilhelm Mikill viðbúnaður er í Grindavík vegna flóðs og öldugangs. Búið er að loka hafnarsvæðið af og frystihúsið er óstarfhæft. Það er bæði straumlaust og sjór flæðir um gólf hússins. „Þetta byrjaði nú bara í morgun á flóðinu og er bara búið að ágerast. Ég er inni í frystihúsinu á Miðgarði og það eru mest 40 cm á gólfinu. Það er farið að flæða inn í byggingar á hafnarsvæðinu,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. Arnar Halldórsson tökumaður og Snorri Másson fréttamaður ræddu við bæjarstjóra, slökkviliðsstjóra og framkvæmdastjóra útgerðarinnar í Grindavík í dag. Við vorum í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi en viðtölin má sjá að neðan. Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík. Klippa: Aldrei skemmtilegt að lenda í tjóni Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Klippa: Beint af eldgosafundi á flóðasvæði Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík. Klippa: Dæla átta þúsund lítrum á mínútu úr Grindavík Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari okkar, náði þessu myndbandi innan úr frystihúsinu þar sem allt var á floti. Mikið óveður var á Suður- og Vesturlandi í nótt og beið björgunarsveitin þess að flóðið skylli á í kjölfarið. Bogi segir lítið hafa verið um útköll vegna veðursins í nótt, nokkur hafi borist vegna þaka og fánastanga sem væru að fjúka. Engin trampólín hafi fokið í veðrinu, sem sé talsverð tilbreyting. Sjórinn er um hálfs meters djúpur við frystihús Vísis í Grindavík.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitin er þó áfram í viðbragðsstöðu og eru allir meðlimir sveitarinnar niðri á hafnarsvæði til aðstoðar öðrum viðbragðsaðilum. „Við erum að rölta um hafnarsvæðið í flóðgöllum,“ segir Bogi en engin útköll hafa borist vegna flóðsins. „Við erum bara að fylgjast með og hjálpa. Við erum að vinna með restinni af batteríinu: bænum, löggunni og slökkviliðinu.“ Björgunarsveitin Þorbjörn er stödd á hafnarsvæði Grindavíkur.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmFrystihús Vísis í Grindavík er óstarfhæft vegna flóðsins.Vísir/VilhelmBjörgunarsveitarmenn eru klæddir í flóðgalla vegna ástandsins á hafnarsvæðinu í Grindavík.Vísir/VilhelmStarfsmenn Vísis í Grindavík að störfum.Vísir/VilhelmNóg er að gera á hafnarsvæðinu í Grindavík.Vísir/VilhelmStarfsmenn frystihúss Vísis reyna að halda fótunum þurrum.Vísir/VilhelmNóg er að gera hjá björgunarsveitinni Þorbirni.Vísir/VilhelmVerið er að reyna að dæla sjó úr frystihúsinu, þó það kunni að reynast erfiðlega.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/Vilhelm Mikill öldugangur í Grindavík Engin úrkoma er í Grindavík að sögn Boga og er því einungis um að ræða sjó sem nú gengur á land. „Já, mér skilst að það sé 8-12 metra alda og svo er stórflóð, það er um 60 cm hærra en venjulega. Það er við bryggjukanntinn og svo gengur það bara yfir,“ segir Bogi en björgunarsveitin hefur alla vikuna verið að undirbúa flóðið. „Við byrjuðum snemma í vikunni að undirbúa þetta og lokuðum svæðinu í morgun.“ Grindavík Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Ekki fyrr en seint í dag sem lægðin fjarlægist ákveðið og grynnist“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að eftir storminn í nótt sé lægðin nú í kyrrstöðu vestan við landið. Spáð er leiðindaveðri í dag, með minnkandi suðaustanátt en öllu hvassara á Vesturlandi. 6. janúar 2022 07:26 Aðgerðastjórn virkjuð og um 70 útköllum sinnt vegna foktjóns Aðgerðastjórn var virkjuð um klukkan 22.45 í gærkvöldi vegna foktilkynninga en þrátt fyrir viðvaranir í fjölmiðlum í gær um yfirvofandi veðurofsa fóru viðbragðsaðilar í fjölda útkalla. 6. janúar 2022 06:31 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
„Þetta byrjaði nú bara í morgun á flóðinu og er bara búið að ágerast. Ég er inni í frystihúsinu á Miðgarði og það eru mest 40 cm á gólfinu. Það er farið að flæða inn í byggingar á hafnarsvæðinu,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. Arnar Halldórsson tökumaður og Snorri Másson fréttamaður ræddu við bæjarstjóra, slökkviliðsstjóra og framkvæmdastjóra útgerðarinnar í Grindavík í dag. Við vorum í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi en viðtölin má sjá að neðan. Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík. Klippa: Aldrei skemmtilegt að lenda í tjóni Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Klippa: Beint af eldgosafundi á flóðasvæði Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík. Klippa: Dæla átta þúsund lítrum á mínútu úr Grindavík Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari okkar, náði þessu myndbandi innan úr frystihúsinu þar sem allt var á floti. Mikið óveður var á Suður- og Vesturlandi í nótt og beið björgunarsveitin þess að flóðið skylli á í kjölfarið. Bogi segir lítið hafa verið um útköll vegna veðursins í nótt, nokkur hafi borist vegna þaka og fánastanga sem væru að fjúka. Engin trampólín hafi fokið í veðrinu, sem sé talsverð tilbreyting. Sjórinn er um hálfs meters djúpur við frystihús Vísis í Grindavík.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitin er þó áfram í viðbragðsstöðu og eru allir meðlimir sveitarinnar niðri á hafnarsvæði til aðstoðar öðrum viðbragðsaðilum. „Við erum að rölta um hafnarsvæðið í flóðgöllum,“ segir Bogi en engin útköll hafa borist vegna flóðsins. „Við erum bara að fylgjast með og hjálpa. Við erum að vinna með restinni af batteríinu: bænum, löggunni og slökkviliðinu.“ Björgunarsveitin Þorbjörn er stödd á hafnarsvæði Grindavíkur.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmFrystihús Vísis í Grindavík er óstarfhæft vegna flóðsins.Vísir/VilhelmBjörgunarsveitarmenn eru klæddir í flóðgalla vegna ástandsins á hafnarsvæðinu í Grindavík.Vísir/VilhelmStarfsmenn Vísis í Grindavík að störfum.Vísir/VilhelmNóg er að gera á hafnarsvæðinu í Grindavík.Vísir/VilhelmStarfsmenn frystihúss Vísis reyna að halda fótunum þurrum.Vísir/VilhelmNóg er að gera hjá björgunarsveitinni Þorbirni.Vísir/VilhelmVerið er að reyna að dæla sjó úr frystihúsinu, þó það kunni að reynast erfiðlega.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/Vilhelm Mikill öldugangur í Grindavík Engin úrkoma er í Grindavík að sögn Boga og er því einungis um að ræða sjó sem nú gengur á land. „Já, mér skilst að það sé 8-12 metra alda og svo er stórflóð, það er um 60 cm hærra en venjulega. Það er við bryggjukanntinn og svo gengur það bara yfir,“ segir Bogi en björgunarsveitin hefur alla vikuna verið að undirbúa flóðið. „Við byrjuðum snemma í vikunni að undirbúa þetta og lokuðum svæðinu í morgun.“
Grindavík Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Ekki fyrr en seint í dag sem lægðin fjarlægist ákveðið og grynnist“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að eftir storminn í nótt sé lægðin nú í kyrrstöðu vestan við landið. Spáð er leiðindaveðri í dag, með minnkandi suðaustanátt en öllu hvassara á Vesturlandi. 6. janúar 2022 07:26 Aðgerðastjórn virkjuð og um 70 útköllum sinnt vegna foktjóns Aðgerðastjórn var virkjuð um klukkan 22.45 í gærkvöldi vegna foktilkynninga en þrátt fyrir viðvaranir í fjölmiðlum í gær um yfirvofandi veðurofsa fóru viðbragðsaðilar í fjölda útkalla. 6. janúar 2022 06:31 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
„Ekki fyrr en seint í dag sem lægðin fjarlægist ákveðið og grynnist“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að eftir storminn í nótt sé lægðin nú í kyrrstöðu vestan við landið. Spáð er leiðindaveðri í dag, með minnkandi suðaustanátt en öllu hvassara á Vesturlandi. 6. janúar 2022 07:26
Aðgerðastjórn virkjuð og um 70 útköllum sinnt vegna foktjóns Aðgerðastjórn var virkjuð um klukkan 22.45 í gærkvöldi vegna foktilkynninga en þrátt fyrir viðvaranir í fjölmiðlum í gær um yfirvofandi veðurofsa fóru viðbragðsaðilar í fjölda útkalla. 6. janúar 2022 06:31