Langflest verkefni björgunarsveitanna í nótt foktengd Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 6. janúar 2022 07:50 Alls voru útköll björgunarsveitanna um hundrað talsins í gærkvöldi og í nótt. Landsbjörg Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að langflest verkefni björgunarsveitanna í nótt hafi verið foktengd. Ekki hafi verið mikið um útköll á hafnarsvæðum eða tengd sjó. Þetta segir Davíð Már í samtali við fréttastofu, en mikill stormur geisaði á suðvestanverðu landinu í gærkvöldi og í nótt. Alls sinntu björgunarsveitir um hundrað verkefnum vegna óveðursins. Hann segir að fyrsta útkallið hafi komið um klukkan 22 í gærkvöldi. „Það kom svolítill kúfur til klukkan eitt á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum að mestu leyti. Björgunarsveitir voru svo einnig kallaðar út í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn.“ Landsbjörg Hann segir að þetta hafi að langstærstum hluta verið foktengd verkefni. „Það voru lausamunir að fjúka. Það voru sérstaklega tilkynningar um að þakplötur væru að fjúka en um miðnætti vorum við fyrst og fremst að sjá lausamuni að fjúka – ruslatunnur, ruslaskýli, girðingar, grindverk í görðum og svo einhverjar tilkynningar um garðhús og kofum sem voru á einhverri hreyfingu og detta í sundur.“ Landsbjörg Ekki slys á fólki Davíð Már segir að engar tilkynningar hafi borist um slys á fólki og að veðrið hafi nú að mestu gengið niður. „Þetta er orðið rólegra. Þessi kúfur var þarna í kringum miðnætti. Það fór svo að róast á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum í á öðrum tímanum í nótt. Um klukkan fjögur í nótt voru flestir björgunarsveitarmenn komnir í hvíld.“ Landsbjörg Hann segir ennfremur að hann geti ekki séð að björgunarsveitir hafi fengið mikið af verkefnum eða tilkynningum um tjón í grennd við sjó. „En ég veit að hópar fóru reglulega hring um höfnina í Vestmannaeyjum, Suðurnesjum og hérna í borginni. En ég gat ekki séð að það hafi verið mikið af afgerandi verkefnum tengt höfnum eða sjó.“ Landsbjörg Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Ekki fyrr en seint í dag sem lægðin fjarlægist ákveðið og grynnist“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að eftir storminn í nótt sé lægðin nú í kyrrstöðu vestan við landið. Spáð er leiðindaveðri í dag, með minnkandi suðaustanátt en öllu hvassara á Vesturlandi. 6. janúar 2022 07:26 Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Þetta segir Davíð Már í samtali við fréttastofu, en mikill stormur geisaði á suðvestanverðu landinu í gærkvöldi og í nótt. Alls sinntu björgunarsveitir um hundrað verkefnum vegna óveðursins. Hann segir að fyrsta útkallið hafi komið um klukkan 22 í gærkvöldi. „Það kom svolítill kúfur til klukkan eitt á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum að mestu leyti. Björgunarsveitir voru svo einnig kallaðar út í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn.“ Landsbjörg Hann segir að þetta hafi að langstærstum hluta verið foktengd verkefni. „Það voru lausamunir að fjúka. Það voru sérstaklega tilkynningar um að þakplötur væru að fjúka en um miðnætti vorum við fyrst og fremst að sjá lausamuni að fjúka – ruslatunnur, ruslaskýli, girðingar, grindverk í görðum og svo einhverjar tilkynningar um garðhús og kofum sem voru á einhverri hreyfingu og detta í sundur.“ Landsbjörg Ekki slys á fólki Davíð Már segir að engar tilkynningar hafi borist um slys á fólki og að veðrið hafi nú að mestu gengið niður. „Þetta er orðið rólegra. Þessi kúfur var þarna í kringum miðnætti. Það fór svo að róast á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum í á öðrum tímanum í nótt. Um klukkan fjögur í nótt voru flestir björgunarsveitarmenn komnir í hvíld.“ Landsbjörg Hann segir ennfremur að hann geti ekki séð að björgunarsveitir hafi fengið mikið af verkefnum eða tilkynningum um tjón í grennd við sjó. „En ég veit að hópar fóru reglulega hring um höfnina í Vestmannaeyjum, Suðurnesjum og hérna í borginni. En ég gat ekki séð að það hafi verið mikið af afgerandi verkefnum tengt höfnum eða sjó.“ Landsbjörg
Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Ekki fyrr en seint í dag sem lægðin fjarlægist ákveðið og grynnist“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að eftir storminn í nótt sé lægðin nú í kyrrstöðu vestan við landið. Spáð er leiðindaveðri í dag, með minnkandi suðaustanátt en öllu hvassara á Vesturlandi. 6. janúar 2022 07:26 Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
„Ekki fyrr en seint í dag sem lægðin fjarlægist ákveðið og grynnist“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að eftir storminn í nótt sé lægðin nú í kyrrstöðu vestan við landið. Spáð er leiðindaveðri í dag, með minnkandi suðaustanátt en öllu hvassara á Vesturlandi. 6. janúar 2022 07:26