Lífið

Heimsókn í heild sinni: Hildur og Jón gerðu einbýlishús í Vesturbæ að sínu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þau hjónin fengu eignina afhenda sumarið 2019.
Þau hjónin fengu eignina afhenda sumarið 2019.

Fyrsti þátturinn í glænýrri þáttaröð af Heimsókn með Sindra Sindrasyni fór í loftið á Stöð 2 í gærkvöldi.

Um er að ræða elleftu þáttaröðin af þessum vinsæla þætti þar sem áhorfendur fá að sjá inn til fólks sem býr í fallegum eignum víðs vegar um landið og einnig víðs vegar um heiminn. 

Og í þessum fyrsta þætti leit Sindri við hjá borgarfulltrúanum Hildi Björnsdóttur og Jóni Skaftasyni sem búa saman í einbýlishúsi í Vesturbænum ásamt börnunum sínum þremur. Þau gengu einmitt í það heilaga yfir hátíðirnar á dögunum.

Þau hjónin fjárfestu í eigninni árið 2019 og tóku húsið alveg í gegn frá a-ö. Hjónasvítan þeirra er með eindæmum glæsileg og má sjá risaglugga fyrir framan hjónarúmið. 

Þegar þátturinn var tekin upp var reyndar ekki komin upp gardína fyrir þann glugga en má gera ráð fyrir því að þær séu komnar upp núna.

Hér að neðan má sjá þáttinn sem var á dagskrá í gærkvöldi í heild sinni.

Klippa: Heimsókn í heild sinni: Hildur og Jón gerður einbýlishús í Vesturbæ að sínuFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.