Spjótin beinast að Fríðu Stefán Árni Pálsson skrifar 4. janúar 2022 13:00 Lára Hanna fer með hlutverk lögreglukonunnar Fríðu. Þriðji þátturinn af Svörtu söndum, í leikstjórn Baldvin Z, fór í loftið á Stöð 2 á sunnudagskvöldið en þættirnir fjalla um Anítu, þrítuga lögreglukonu, sem neyðist aftur á æskuslóðirnar sem hún flúði fyrir 14 árum. Uppgjör við móður hennar er óumflýjanlegt en líkfundur af ungri konu kollvarpar öllu. Aníta sogast niður dimman hyl fortíðar í leit að mögulegum fjöldamorðingja og uppgjörið breytist í martröð. Handritshöfundar þáttanna eru Baldvin Z, Aldís Amah Hamilton og Ragnar Jónsson lögreglumaður. Aldís fer sjálf með aðalhlutverkið í þáttunum, hlutverk Anítu. Með önnur helstu hlutverk fara Þór Tulinius sem Ragnar, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem Elín, Ævar Þór Benediktsson sem Gústi og Kolbeinn Arnbjörnsson sem Salomon. Erlend kona verður fyrir líkamsárás og í kjölfarið yfirheyrð á spítalanum í bæjarfélaginu. Hún nefnir í yfirheyrslunni að þar hafi ljóshærð lögreglukona verið að verki. Lýsing fórnarlambsins passar við lögreglukonuna Fríðu sem leikin er af Láru Hönnu Jónsdóttur. Aníta og Fríða ræða yfirheyrsluna í nokkuð tilfinningaþrungnu atriði í þriðja þættinum og orð fórnarlambsins komu Fríðu augljóslega í opna skjöldu eins og sjá má hér að neðan. Klippa: Bendir á konu sem líkist Fríðu Í hlaðvarpinu Sandkorn ræða kvikmyndagerðarmaðurinn Baldvin Z og bíófíkillinn Tómas Valgeirsson þriðja þáttinn. Baldvin Z kallar þriðja þáttinn stóra lögguþáttinn. Í þættinum fara þeir einmitt yfir yfirheyrsluatriðið og þáttinn í heild sinni. Baldvin segir meðal annars frá því hvernig hugmyndin að þáttunum kom til. „Raggi fær þessa hugmynd af Svörtu söndum, sem er í raun og veru byggt á þessu máli, sem gerðist á Mýrdalssandi fyrir þrjátíu árum síðan. Þá voru það tvær konur sem lentu í því maður sem tók þær upp í keyrði með þær í sæluhús og skaut aðra þeirra en hin slapp,“ segir Baldvin í hlaðvarpinu. Hin konan í þáttunum heitir Lena og slapp hún frá morðingjanum. „Lena er greinilega eina manneskjan að svo stöddu sem er með einhverja vitneskju um hvað gerðist þetta kvöld. Við erum komin þar með upplýsingar um að þetta væri lögregluþjónn eins og Lena segir í yfirheyrslunni,“ segja þeir í hlaðvarpinu. Hér að neðan má hlusta á hlaðvarpið í heild sinni. Næsti þáttur er á sunnudagskvöldið klukkan 20:50. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Svörtu sandar Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Uppgjör við móður hennar er óumflýjanlegt en líkfundur af ungri konu kollvarpar öllu. Aníta sogast niður dimman hyl fortíðar í leit að mögulegum fjöldamorðingja og uppgjörið breytist í martröð. Handritshöfundar þáttanna eru Baldvin Z, Aldís Amah Hamilton og Ragnar Jónsson lögreglumaður. Aldís fer sjálf með aðalhlutverkið í þáttunum, hlutverk Anítu. Með önnur helstu hlutverk fara Þór Tulinius sem Ragnar, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem Elín, Ævar Þór Benediktsson sem Gústi og Kolbeinn Arnbjörnsson sem Salomon. Erlend kona verður fyrir líkamsárás og í kjölfarið yfirheyrð á spítalanum í bæjarfélaginu. Hún nefnir í yfirheyrslunni að þar hafi ljóshærð lögreglukona verið að verki. Lýsing fórnarlambsins passar við lögreglukonuna Fríðu sem leikin er af Láru Hönnu Jónsdóttur. Aníta og Fríða ræða yfirheyrsluna í nokkuð tilfinningaþrungnu atriði í þriðja þættinum og orð fórnarlambsins komu Fríðu augljóslega í opna skjöldu eins og sjá má hér að neðan. Klippa: Bendir á konu sem líkist Fríðu Í hlaðvarpinu Sandkorn ræða kvikmyndagerðarmaðurinn Baldvin Z og bíófíkillinn Tómas Valgeirsson þriðja þáttinn. Baldvin Z kallar þriðja þáttinn stóra lögguþáttinn. Í þættinum fara þeir einmitt yfir yfirheyrsluatriðið og þáttinn í heild sinni. Baldvin segir meðal annars frá því hvernig hugmyndin að þáttunum kom til. „Raggi fær þessa hugmynd af Svörtu söndum, sem er í raun og veru byggt á þessu máli, sem gerðist á Mýrdalssandi fyrir þrjátíu árum síðan. Þá voru það tvær konur sem lentu í því maður sem tók þær upp í keyrði með þær í sæluhús og skaut aðra þeirra en hin slapp,“ segir Baldvin í hlaðvarpinu. Hin konan í þáttunum heitir Lena og slapp hún frá morðingjanum. „Lena er greinilega eina manneskjan að svo stöddu sem er með einhverja vitneskju um hvað gerðist þetta kvöld. Við erum komin þar með upplýsingar um að þetta væri lögregluþjónn eins og Lena segir í yfirheyrslunni,“ segja þeir í hlaðvarpinu. Hér að neðan má hlusta á hlaðvarpið í heild sinni. Næsti þáttur er á sunnudagskvöldið klukkan 20:50.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Svörtu sandar Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira