ÓL-sundkona sakar föður sinn um skelfilega hluti: Vill bjarga litlu systur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2022 10:31 Liliana Szilagyi sést hér þegar hún keppti á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016. EPA/ESTEBAN BIBA Ungverska sundkonan Liliana Szilagyi sakar föður sinn um andlega, líkamlega og kynferðislega misnotkun og segist koma nú fram til að bjarga litlu systur sinni frá sömu örlögum. Liliana Szilagyi er nú 25 ára gömul en hún hefur verið ein af öflugustu flugsundkonum Ungverja og hefur keppt á Ólympíuleikum fyrir þjóð sína. Liliana var unglingastjarna þar sem hún vann silfur á EM unglinga og gull Ólympíumóti ungmenna. Frá færslu Liliönu Szilagyi á Instagram.Instagram/@lilianaszilagyi Liliana ákvað að segja sögu sína á samfélagsmiðlum og það gerði hún meðal annars með því að fara í sviðsetta myndatöku þar sem má sjá hana alla út í marblettum og með límband fyrir munninum. Myndirnar eru sláandi en það eru líka það sem kemur fram um framkomu föður hennar. Hún sakar föður sinn um að hafa misnotað sig kynferðislega, barið sig margoft og notað vald sitt til að refsa henni og skipa henni fyrir. Faðir hennar er hinn 54 ára gamli Zoltan Szilagyi sem var sjálfur öflugur sundmaður sem keppti á þremur Ólympíuleikum á sínum tíma, 1988, 1992 og 2000. „Það var komið illa fram við mig stanslaust og án viðvörunar. Hann vildi sýna vald sitt yfir mér, hvort sem það var með refsingum, hótunum, synjun á ást eða kynferðislegri misnotkun,“ skrifaði Liliana Szilagyi á Instagram síðu sína. Frá færslu Liliönu Szilagyi á Instagram.Instagram/@lilianaszilagyi Lilian sakar einnig föður sinn um að berja móður sína þannig að hún missti nánast meðvitund. „Ég bjó í búbblu sem ég hélt að væri eðlileg. Að það væri eðlilegt að faðir minn myndi berja móður mína ef honum líkaði ekki eitthvað sem hún sagði eða gerði. Ef ég náði ekki mínum markmiðum þá var mér refsað. Ég mátti ekki hafa mínar eigin hugsanir, skoðanir eða markmið,“ skrifaði Liliana. Lilian losnaði úr prísund föður síns eftir EM 2016 og segist koma fram núna til að reyna að bjarga yngri systur sinni, Gerdu, frá sömu örlögum. Gerda er líka sundkona og þjálfuð af föður þeirra. Gerda sendi opið bréf og sagði ekkert til í því að faðir hennar kæmi svona fram við hana eða Liliönu. Liliana reyndi að höfða til systur sinnar í skilaboðum undir færslu sinni og hvatti hana til að brjótast út úr prísundinni. Ungverska sundsambandið segir að málið sé í rannsókn. Instagram færslu hennar má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Liliana (@lilianaszilagyi) Sund Ólympíuleikar Ungverjaland Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Liliana Szilagyi er nú 25 ára gömul en hún hefur verið ein af öflugustu flugsundkonum Ungverja og hefur keppt á Ólympíuleikum fyrir þjóð sína. Liliana var unglingastjarna þar sem hún vann silfur á EM unglinga og gull Ólympíumóti ungmenna. Frá færslu Liliönu Szilagyi á Instagram.Instagram/@lilianaszilagyi Liliana ákvað að segja sögu sína á samfélagsmiðlum og það gerði hún meðal annars með því að fara í sviðsetta myndatöku þar sem má sjá hana alla út í marblettum og með límband fyrir munninum. Myndirnar eru sláandi en það eru líka það sem kemur fram um framkomu föður hennar. Hún sakar föður sinn um að hafa misnotað sig kynferðislega, barið sig margoft og notað vald sitt til að refsa henni og skipa henni fyrir. Faðir hennar er hinn 54 ára gamli Zoltan Szilagyi sem var sjálfur öflugur sundmaður sem keppti á þremur Ólympíuleikum á sínum tíma, 1988, 1992 og 2000. „Það var komið illa fram við mig stanslaust og án viðvörunar. Hann vildi sýna vald sitt yfir mér, hvort sem það var með refsingum, hótunum, synjun á ást eða kynferðislegri misnotkun,“ skrifaði Liliana Szilagyi á Instagram síðu sína. Frá færslu Liliönu Szilagyi á Instagram.Instagram/@lilianaszilagyi Lilian sakar einnig föður sinn um að berja móður sína þannig að hún missti nánast meðvitund. „Ég bjó í búbblu sem ég hélt að væri eðlileg. Að það væri eðlilegt að faðir minn myndi berja móður mína ef honum líkaði ekki eitthvað sem hún sagði eða gerði. Ef ég náði ekki mínum markmiðum þá var mér refsað. Ég mátti ekki hafa mínar eigin hugsanir, skoðanir eða markmið,“ skrifaði Liliana. Lilian losnaði úr prísund föður síns eftir EM 2016 og segist koma fram núna til að reyna að bjarga yngri systur sinni, Gerdu, frá sömu örlögum. Gerda er líka sundkona og þjálfuð af föður þeirra. Gerda sendi opið bréf og sagði ekkert til í því að faðir hennar kæmi svona fram við hana eða Liliönu. Liliana reyndi að höfða til systur sinnar í skilaboðum undir færslu sinni og hvatti hana til að brjótast út úr prísundinni. Ungverska sundsambandið segir að málið sé í rannsókn. Instagram færslu hennar má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Liliana (@lilianaszilagyi)
Sund Ólympíuleikar Ungverjaland Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira