Páskar

Frídagar í klemmu
Óvenju marga frídaga ber upp á fimmtudegi í ár. Strax eftir páska komu sumardagurinn fyrsti (fimmtudaginn 24. apríl) og frídagur verkalýðsins (fimmtudaginn 1. maí). Framundan eru síðan uppstigningardagur (fimmtudaginn 29. maí) og þjóðhátíðardagurinn (fimmtudaginn 17. júní). Árið 2025 er því sannarlega ár klemmudaganna.

Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin
Lektor hjá Árnastofnun segir óþarfi fyrir sælgætisgerðir að nota kauðslegar þýðingar á erlendum málsháttum í páskaeggin. Af nógu sé að taka og páskaeggjamálshættirnir tilvalin leið til að miðla tungumálaarfinum til nýrrar kynslóðar.

Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti
Pétur Thor Gunnarsson framkvæmdastjóri sælgætisgerðarinnar Freyju telur málsháttinn sem þingmaðurinn Snorri Másson fetti fingur út í bara býsna fínan.

Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí
Úff; Þvílíkt yndi sem þetta páskafrí var! Afslöppun, góður matur, frábær samvera, súkkulaði, spil, notalegheit, góð bók, geggjuð páskadagskrá í fjölmiðlum, útivera, garðyrkja, framkvæmdir, ferðalög, sól og svo framvegis.

Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru
Stjórnmálaflokkarnir á Alþingi senda misfrumlegar og mislangar páskakveðjur. Segja má að ríkisstjórnarflokkarnir leggi meira púður í kveðjur sínar sem eru þó allar þrjár ólíkar. Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur senda einfaldar kveðjur en þingflokkur Framsóknar enga.

Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir
Hjálparstofnun Kirkjunnar safnaði um tvö hundruð páskaeggjum handa börnum efnaminni foreldra. Félagsráðgjafi segir margar fjölskyldur þurfa aðstoð ár eftir ár þar sem þær séu fastar í fátækt.

Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói
Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir að þeir sem hati gleðina eða eru „slavískt 100% í heilsunni“ ættu að sleppa páskaeggjum en fyrir alla hina sé sjálfsagt að fá sér súkkulaði yfir páskana.

„Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“
Biskup Íslands lagði áherslu á kærleika og mikilvægi þess að taka afstöðu með börnum og hinum saklausu. Rauði þráður ávarpsins var að sagan hafi engan endi þar sem henni sé ekki lokið.

Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa
Frans páfi kom fram á svalir Péturskirkju í morgun og heilsaði upp á mannfjöldann. Hann óskaði viðstöddum gleðilegra páska og uppskar mikinn fögnuð.

Rólegheitaveður á páskadag
Víðáttumikill hæðarhryggur norður í hafi teygir sig yfir landið og gefur yfirleitt mjög hægan vind á páskadag. Lægð suðvestur af landinu veldur þó austankalda eða -strekking allra syðst.

Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“
Utanríkisráðherra segir páskavopnahlé í átökum Rússa við Úkraínu óvænt og jákvætt skref en öllum ákvörðunum Pútín beri að taka með fyrirvara. Eitthvað meira liggi að baki ákvörðuninni en þrá eftir friði. Tortryggnin sé mikil þegar kemur að einræðisherra á borð við Pútín.

„Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Vladímír Pútín Rússlandsforseta leika sér að mannslífum. Úrkaínuforseti virðist ekki trúa yfirlýsingu Rússaforsetans um „páskavopnahlé.“

Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“
Vladímír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti í dag „páskavopnahlé“ í stríðsátökum þeirra við Úkraínu. Umrætt vopnahlé á að hefjast í kvöld og standa yfir til miðnættis á sunnudag.

Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum
Föstudagurinn langi var haldinn hátíðlegur víða um heim í dag. Mismunandi hefðir tengdar deginum er að finna í öllum heimshornum til að minnast píslargöngu Krists. Meðan Íslendingar létu sér nægja að flagga í hálfa stöng sviðsettu einhverjir Filippseyingar krossfestingu.

Hugleiðingar á páskum
Stríðið í Úkraínu er tapað eins og önnur stríð sem háð hafa verið með vopnum, sama hvernig það fer. Hvorki lönd né þjóðir verða unnin með hernaði, ekki fremur að friðsamlegu og varanlega öruggu þjóðskipulagi verði komið á með vopnavaldi.

Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fór yfir ævi sína og störf í ítarlegu viðtali við Auðun Georg Ólafsson. Þar segir hún frá uppeldi sínu í Breiðholtinu, unglingsárunum og hvernig hún tók ung við móðurhlutverkinu.

Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence
Þessi dagur, föstudagurinn langi, hefur þá sérstöðu umfram aðra helgidaga ársins að þá hugleiðum við hinar dimmu hliðar tilverunnar og það sem við ekki skiljum. Við sýnum ungmennum í fermingarfræðslunni höklana okkar og látum þau giska á hvaða kenndir það eru sem hver litur vísar á. Sá græni tengist gróandanum, fjólublár tónn föstunnar, fórn og íhugun, rautt er fyrir blóð og hvítt fyrir hátíð. Og svo er það þessi svarti.

Hvar er opið um páskana?
Páskahelgin er runninn upp sem þýðir breyttir opnunartímar ýmissa verslana um allt land. Hægt er að taka Strætó, sem gengur ýmist eftir laugardags- eða sunnudagsáætlun, í verslanir eða sundlaugar sem eru margar hverjar opnar yfir helgina.

Þegar mannshjörtun mætast
Umliðnar vikur höfum við hjónin dvalið í Lundi í Svíþjóð þar sem Jóna Hrönn hefur undirgengist mergskipti. Það er rausnarleg meðhöndlun sem kallar á aðkomu ótal einstaklinga.

Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana
Huggulegheit heima fyrir, matarboð og heimsóknir til ömmu og afa er meðal þess sem er framundan hjá sumum um páskana. Fréttastofan fór á stúfana og forvitnaðist um hvernig fólk ætlar að nýta fríið.

Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu
Mónika Sif Gunnarsdóttir, kokkur á Apótek Restaurant, deilir hér glæsilegum þriggja rétta páskamatseðli með lesendum Vísis. Réttirnir eru sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana og henta fullkomlega sem hátíðarmáltíð um páskana.

„Með allra besta móti miðað við árstíma“
Ein stærsta ferðahelgi ársins er framundan og margir á faraldsfæti bæði innanlands og erlendis. Veðurfræðingur segir veðurhorfur fyrir páskana harla góðar.

Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun
Mikil örtröð var á Keflavíkurflugvelli í morgun og fólk beið í allt að fjörutíu mínútur í röð eftir að komast í gegnum öryggisleit. Ekki er óvanalegt að raðir myndist á háannatíma líkt og um páska en Isavia biðlar til þeirra sem ætla að leggja land undir fót um páskana að mæta snemma á völlinn.

Hæglætisveður um páskana
Víða verður allhvass vindur eða strekkingur í dag og á Norður- og Austurlandi verður snjókoma. Á morgun verður norðan kaldi eða stinningskaldi. Á föstudag lægir og rofar til fyrir norðan og um helgina er útlit fyrir hæglætis veður í flestum landshlutum.

Fullkomnar sögur fyrir páskafríið
Páskarnir eru fríið þar sem það er fullkomlega í lagi að gera ekkert. Dagarnir verða aðeins lengri, kaffibollinn aðeins notalegri – og þú færð loksins smá stund fyrir þig.

Páskaleg og fersk marengsbomba
Marengstertur eru alltaf hátíðlegar og passa fullkomlega á páskaborðið. Matgæðingurinn Linda Benediktsdóttir töfraði fram dísæta og ferska marengsbombu, með silkimjúkri rjómafyllingu, safaríkum ávöxtum og ferskri myntu.

Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið
Sverrir Ingi Ólafsson, deildarstjóri öryggislausna hjá Öryggismiðstöðinni, segir að með örfáum einföldum skrefum, eins og að virkja öryggiskerfið og ganga vel frá heimilinu, geti fólk notið páskafrísins áhyggjulaust. Best sé að bíða með tásumyndirnar þar til fólk kemur heim og læsa verðmæti inni og taka myndir af þeim.

Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn
Isavia ráðleggur fólki að koma fyrr en venjulega í innritun á Keflavíkurflugvöll í þessari viku vegna páskaörtraðar á vellinum. Upplýsingafulltrúi segir að langtímabílastæði nálægt vellinum hafi verið uppöntuð yfir hátíðina strax í síðustu viku þrátt fyrir að þeim hafi verið fjölgað.

Bein útsending: Páskabingó Blökastsins
Páskabingó Blökastsins fer fram í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi klukkan 19:00 í kvöld. Þetta er í þriðja skiptið sem þríeykið heldur Páskabingó og verður þetta það veglegasta til þessa.

Bílastæðin fullbókuð um páskana
Farþegar sem ætla að leggja bíl sínum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli um og fram yfir páskana er bent á að flest bílastæði við flugvöllinn eru nú fullbókuð yfir hátíðarnar, enda eru páskarnir ein stærsta ferðhelgi Íslendinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia.