Lífið

Bein út­sending: Ljós­verkum Ólafs Elías­sonar varpað á gler­hjúp Hörpu

Atli Ísleifsson skrifar
Sýningin hefst á miðnætti.
Sýningin hefst á miðnætti. Vísir/Vilhelm

Tólf nýjum ljósverkum listamannsins Ólafs Elíassonar verður varpað á glerhjúp Hörpu í Reykjavík á gamlársdag og nýársdag. Ólafur gaf Hörpu verkin tólf í tilefni af tíu ára afmæli Hörpu. Hægt verður að fylgjast með verkunum í spilaranum að neðan en sýningin hefst strax á miðnætti.

Nýju ljósverkin verða til sýningar á glerhjúpnum mánaðarlega, en á gamlársdag verða öll verkin tólf sýnd og þegar mínúta er í miðnætti hefst niðurtalning frá 2021 þar til árið 2022 birtist á miðnætti.

„Ártalið 2022 mun standa á hjúpnum til kl. 6 á nýársmorgun en þá hefst sýning ljósverkanna tólf aftur og verður út daginn. Hvert verk er 15 mínútur að lengd og mun ártalið 2021 birtast á milli þeirra á gamlársdag og ártalið 2022 á nýársdag,“ segir í tilkynningunni.

Hægt er að fylgjast með útsendingu af sýningunni í spilaranum að neðan.

Fyrir neðan er hægt að sjá stutt myndband sem framleitt var í tilefni af tíu ára afmæli tónlistar- og ráðstefnuhússins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.