„Þetta er búið að vera stórkostlegt líf“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. desember 2021 20:00 Guðmundur Felix segist eiga Sylwiu, konunni sinni, margt að þakka. Vísir/Vilhelm Ég hef fengið mörg tækifæri til þess að gefast upp og það hafa komið fram margar raddir sem segja mér að hætta þessu, segir Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk fyrstur manna grædda á sig tvo handleggi fyrr á árinu. Hann segir uppgjöf hins vegar aldrei hafa verið inni í myndinni og horfir bjartsýnn fram á veginn. Guðmund Felix Grétarsson kannast eflaust flestir Íslendingar við, ekki síst vegna einstaks hugarfars hans og jákvæðni. Guðmundur Felix lenti í alvarlegu slysi árið 1998 þegar hann vann að viðgerð á háspennulínu við Hafravatn og snerti þar línu þar sem straumurinn hafði ekki verið tekinn af. Guðmundi Felix var ekki hugað líf um tíma. Taka þurfti báða handleggi af honum, og Guðmundur Felix lá alvarlega slasaður á sjúkrahúsi í tæpa átta mánuði. Hann hefur barist fyrir því að fá grædda á sig handleggi og loks, þann fjórtánda janúar 2021, sléttum tuttugu og þremur árum eftir aðgerðina, gekk hann inn á sjúkrahús í Lyon þar sem hann fékk nýja handleggi. „Þetta er bara búið að vera ævintýri, náttúrlega mjög langt ævintýri, en frábært ár. Þetta er sennilega ekki það erfiðasta en með erfiðari árum sem ég hef átt – en jafnframt það ánægjulegasta, því maður er að sjá einhvern árangur í hverjum mánuði, stundum viku frá viku og þetta er búið að vera alveg stórkostlegt,” segir hann, en hann kom til landsins, í fyrsta sinn frá árinu 2015, í gær. Hann segir spítaladvölina hafa verið langa, á tímum svolítið leiðinlega, en góða. „Hún var bara ótrúlega góð, mér var svolítið hent í djúpu laugina með frönskuna. Ég er búinn að vera að reyna að læra frönsku undanfarin ár en þegar maður er ekki að vinna með Frökkum eða í skóla eða eitthvað þá er þetta svolítið erfitt. En svo um leið og ég fer á spítalann þá talar enginn ensku þannig að ég er búinn að fá það líka: ég er búinn að fá handleggi og hellings tungumálakunnáttu.” Guðmundur Felix sýnir nýju handleggina.Vísir/Vilhelm Guðmundur Felix hlær þegar hann segir þetta – enda er það þannig sem hann hefur að miklu leyti tekist á við þetta verkefni, með húmorinn að vopni. En eðli máls samkvæmt hefur ferlið tekið mikið á. „Ég var svolítið hissa eftir aðgerðina. Ég fann ekki neitt. Það var örugglega vegna einhverra lyfja. Læknarnir komu til mín og spurðu hvernig mér liði og hvernig mér þætti að sjá nýju hendurnar – ég var rosalega glaður en ég var algjörlega tilfinningalega frosinn í byrjun en ég var á ofboðslega miklum lyfjum og í brjáluðum verkjum. Þetta í raun hékk allt á saumunum; það eru sinar, vöðvar, bein, taugar, æðar, skinn, þetta er allt saumað saman. Fyrstu sjö mánuðirnir voru bara ótrúlega mikill sársauki, alveg gríðarlegur, en samt gleði. Mér leið vel. Það var gott staff á sjúkrahúsinu og vel hugsað um mig og maður var kannski í þessum fókusi að læra frönsku, að halda uppi samræðum, að kynnast nýju fólki, til þess að halda huganum svolítið frá því að vera bara að drepast. Fyrstu mánuðina lá ég bara á bakinu með statíf undir höndunum, 24 tíma sólarhrings, og gat ekki hreyft mig. Ég þekkti hverja einustu holu í loftinu og hvern einasta blett. Ég svaf eiginlega ekkert til að byrja með. En maður fer bara í gegnum þetta einn dag í einu og svo líður tíminn,” segir hann. „Þetta er örugglega bara svolítið eins og þegar konur fæða börn. Þær ætla aldrei að gera þetta aftur en svo bara gleymir maður því og þetta verður bara í baksýnisspeglinum og afraksturinn situr eftir.” Þig langaði aldrei að hætta bara við? „Þegar ég vaknaði eftir aðgerðina þá var fyrsta sem ég hugsaði hvaða fáviti gerir svona sjálfviljugur því það var eins og það væru trukkar á sitthvorri öxlinni á mér. Ég hef aldrei upplifað annað eins. En það var orðið of seint að hætta við. En annars hef ég aldrei séð eftir því að hafa gert þetta. Aðeins í byrjun þegar þetta var svona svakalega vont, og svo var vont þegar taugarnar voru að vaxa niður því þær fóru bara eins og járnbrautalestar þarna niður, þær áttu ekki að fara svona hratt en gerðu það og það var mjög vont en mjög ánægjulegt.” „Möguleikinn á því að ég hafni höndunum og missi þær mun vera til staðar á meðan ég er á lífi.“Vísir/Vilhelm Líkt og Guðmundur Felix bendir á hefur endurhæfingaferlið gengið vonum framar og farið fram úr björtustu vonum. Hins vegar séu alltaf líkur á að líkaminn hafni höndunum. „Möguleikinn á því að ég hafni höndunum og missi þær mun vera til staðar á meðan ég er á lífi. Það eru tilfelli þar sem fólk hefur verið með hendur í upp undir 20 ár og þurft að fjarlægja þær, bæði út af höfnun og líka útaf lyfjaóþoli og svoleiðis. Þannig að ég mun alltaf lifa með því,” segir hann. „Ég fór inn í þessa aðgerð vitandi að það væri ekkert víst að þetta myndi ekki ganga. Ef ég hefði aldrei fengið neina olnbogahreyfingu og við myndum taka þær af við olnboga þá væri ég samt betur settur en áður. Ég var eins og Pez kall áður, en þá væri ég allavega kominn með eitthvað til að setja gervihendur á. Það bara stendur enn þá. Ef eitthvað gerist þá bara tökum við á því þegar þar að kemur en núna er ég bara að njóta þess að fá nýjar hendur og að sjá eitthvað hreyfast í hverri viku.” Hann segist stöðugt sjá meiri og meiri árangur en telur að nokkuð sé í að hann nái fínhreyfingum. „Ég næ því með því að nota þær og reyna á þær eins og hægt er – þetta er eins og að læra á gítar, með því að einangra litlu vöðvana. Fólk sem byrjar að spila á gítar, það er rosa erfitt að beygla puttana og allt saman en svo bara æfirðu og æfirðu og þá kemur það. Og það er það sama og ég stend frammi fyrir, það er að gera fínhreyfingar og ekki hætta því, þá kemur þetta,” segir hann en viðurkennir að hann stefni ekkert endilega á gítarnám. „Ég hugsa nú ekki – kannski píanó,” segir Guðmundur Felix og hlær. Hann segist eiga íslensku þjóðinni nær allt að þakka, en sömuleiðis konu sinni, Sylwiu, sem hann kynntist á bar í Frakklandi þegar hún gaf sig á tal við hann, sem kom honum á óvart því flestir hafi frekar forðast hann. „Konan mín kynnist mér þegar ég er ekki með hendur þannig fyrir henni er þetta bara eðlilegt, en hún kannski vissi ekki hvað hún var að koma sér út í. En hún er alveg ómetanleg. Bæði hún og móðir mín sem fór með mér út á sínum tíma og býr í íbúðinni fyrir ofan okkur þannig að þær skipta þessu sín á milli.” Endurhæfingin hefur gengið vonum framar og líkaminn hefur tekið handleggjunum vel. Guðmundur Felix lýsir því meðal annars hvernig hans eigin hár byrjuðu strax að vaxa og hin fóru af. Hann segir Sylwiu algjöran klett í lífinu. Vísir/Vilhelm Hann segir að staðan væri allt önnur ef þær tvær væru ekki í hans lífi. „Þetta er ekkert sjálfgefið. Ég er mjög heppinn og hef í rauninni frá þessum sekúndubrotum sem ég lendi í slysinu, upp frá því hefur þetta verið hvert gæfusporið á fætur öðru fyrir utan einhver smá hliðarspor með að missa lifrina og eitthvað. En engu að síður er það að missa lifrina ástæðan fyrir því að ég er með hendur í dag. Ég hefði ekki fengið hendur ef ég hefði ekki misst lifrina þannig að þegar ég lít til baka þá er þetta bara búið að vera stórkostlegt líf.” Aðspurður út í þetta einstaka hugarfar, sem vakið hefur athygli hér á landi og víða um heim, segir hann það hafa verið ákvörðun. Hann hafi ekkert alltaf verið svona jákvæður. „Nei kannski ekki. Að einhverju leyti, en eftir að ég áttaði mig á því að þetta er val, fólk kallar það oft að vera raunsær að vera neikvæður, en það sem er gott er alltaf til staðar alveg eins og það sem er slæmt. Við veljum hvort við erum að fókusera á. Þetta er bara spurning um hvernig líf maður vill eiga.” Þegar upp er staðið segist Guðmundur Felix hamingjusamur og hlakkar til framtíðarinnar. Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir Þau eru tilnefnd sem Maður ársins 2021 Vísir og Reykjavík síðdegis standa fyrir vali á Manni ársins 2021 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Um sjö þúsund tilnefningar bárust í gegnum vefinn og í símatíma Reykjavík síðdegis. Þær hafa aldrei verið fleiri. 17. desember 2021 15:46 Fékk að knúsa barnabarnið í fyrsta skipti Guðmundur Felix Grétarsson er kominn til landsins í fyrsta sinn eftir að hafa fengið grædda á sig handleggi. Hann ætlar að taka sér kærkomið frí til að knúsa börnin sín í fyrsta sinn eftir að hafa fengið handleggi, og fékk í gær loks að knúsa nýfætt afabarn sitt. 17. desember 2021 12:00 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Sjá meira
Guðmund Felix Grétarsson kannast eflaust flestir Íslendingar við, ekki síst vegna einstaks hugarfars hans og jákvæðni. Guðmundur Felix lenti í alvarlegu slysi árið 1998 þegar hann vann að viðgerð á háspennulínu við Hafravatn og snerti þar línu þar sem straumurinn hafði ekki verið tekinn af. Guðmundi Felix var ekki hugað líf um tíma. Taka þurfti báða handleggi af honum, og Guðmundur Felix lá alvarlega slasaður á sjúkrahúsi í tæpa átta mánuði. Hann hefur barist fyrir því að fá grædda á sig handleggi og loks, þann fjórtánda janúar 2021, sléttum tuttugu og þremur árum eftir aðgerðina, gekk hann inn á sjúkrahús í Lyon þar sem hann fékk nýja handleggi. „Þetta er bara búið að vera ævintýri, náttúrlega mjög langt ævintýri, en frábært ár. Þetta er sennilega ekki það erfiðasta en með erfiðari árum sem ég hef átt – en jafnframt það ánægjulegasta, því maður er að sjá einhvern árangur í hverjum mánuði, stundum viku frá viku og þetta er búið að vera alveg stórkostlegt,” segir hann, en hann kom til landsins, í fyrsta sinn frá árinu 2015, í gær. Hann segir spítaladvölina hafa verið langa, á tímum svolítið leiðinlega, en góða. „Hún var bara ótrúlega góð, mér var svolítið hent í djúpu laugina með frönskuna. Ég er búinn að vera að reyna að læra frönsku undanfarin ár en þegar maður er ekki að vinna með Frökkum eða í skóla eða eitthvað þá er þetta svolítið erfitt. En svo um leið og ég fer á spítalann þá talar enginn ensku þannig að ég er búinn að fá það líka: ég er búinn að fá handleggi og hellings tungumálakunnáttu.” Guðmundur Felix sýnir nýju handleggina.Vísir/Vilhelm Guðmundur Felix hlær þegar hann segir þetta – enda er það þannig sem hann hefur að miklu leyti tekist á við þetta verkefni, með húmorinn að vopni. En eðli máls samkvæmt hefur ferlið tekið mikið á. „Ég var svolítið hissa eftir aðgerðina. Ég fann ekki neitt. Það var örugglega vegna einhverra lyfja. Læknarnir komu til mín og spurðu hvernig mér liði og hvernig mér þætti að sjá nýju hendurnar – ég var rosalega glaður en ég var algjörlega tilfinningalega frosinn í byrjun en ég var á ofboðslega miklum lyfjum og í brjáluðum verkjum. Þetta í raun hékk allt á saumunum; það eru sinar, vöðvar, bein, taugar, æðar, skinn, þetta er allt saumað saman. Fyrstu sjö mánuðirnir voru bara ótrúlega mikill sársauki, alveg gríðarlegur, en samt gleði. Mér leið vel. Það var gott staff á sjúkrahúsinu og vel hugsað um mig og maður var kannski í þessum fókusi að læra frönsku, að halda uppi samræðum, að kynnast nýju fólki, til þess að halda huganum svolítið frá því að vera bara að drepast. Fyrstu mánuðina lá ég bara á bakinu með statíf undir höndunum, 24 tíma sólarhrings, og gat ekki hreyft mig. Ég þekkti hverja einustu holu í loftinu og hvern einasta blett. Ég svaf eiginlega ekkert til að byrja með. En maður fer bara í gegnum þetta einn dag í einu og svo líður tíminn,” segir hann. „Þetta er örugglega bara svolítið eins og þegar konur fæða börn. Þær ætla aldrei að gera þetta aftur en svo bara gleymir maður því og þetta verður bara í baksýnisspeglinum og afraksturinn situr eftir.” Þig langaði aldrei að hætta bara við? „Þegar ég vaknaði eftir aðgerðina þá var fyrsta sem ég hugsaði hvaða fáviti gerir svona sjálfviljugur því það var eins og það væru trukkar á sitthvorri öxlinni á mér. Ég hef aldrei upplifað annað eins. En það var orðið of seint að hætta við. En annars hef ég aldrei séð eftir því að hafa gert þetta. Aðeins í byrjun þegar þetta var svona svakalega vont, og svo var vont þegar taugarnar voru að vaxa niður því þær fóru bara eins og járnbrautalestar þarna niður, þær áttu ekki að fara svona hratt en gerðu það og það var mjög vont en mjög ánægjulegt.” „Möguleikinn á því að ég hafni höndunum og missi þær mun vera til staðar á meðan ég er á lífi.“Vísir/Vilhelm Líkt og Guðmundur Felix bendir á hefur endurhæfingaferlið gengið vonum framar og farið fram úr björtustu vonum. Hins vegar séu alltaf líkur á að líkaminn hafni höndunum. „Möguleikinn á því að ég hafni höndunum og missi þær mun vera til staðar á meðan ég er á lífi. Það eru tilfelli þar sem fólk hefur verið með hendur í upp undir 20 ár og þurft að fjarlægja þær, bæði út af höfnun og líka útaf lyfjaóþoli og svoleiðis. Þannig að ég mun alltaf lifa með því,” segir hann. „Ég fór inn í þessa aðgerð vitandi að það væri ekkert víst að þetta myndi ekki ganga. Ef ég hefði aldrei fengið neina olnbogahreyfingu og við myndum taka þær af við olnboga þá væri ég samt betur settur en áður. Ég var eins og Pez kall áður, en þá væri ég allavega kominn með eitthvað til að setja gervihendur á. Það bara stendur enn þá. Ef eitthvað gerist þá bara tökum við á því þegar þar að kemur en núna er ég bara að njóta þess að fá nýjar hendur og að sjá eitthvað hreyfast í hverri viku.” Hann segist stöðugt sjá meiri og meiri árangur en telur að nokkuð sé í að hann nái fínhreyfingum. „Ég næ því með því að nota þær og reyna á þær eins og hægt er – þetta er eins og að læra á gítar, með því að einangra litlu vöðvana. Fólk sem byrjar að spila á gítar, það er rosa erfitt að beygla puttana og allt saman en svo bara æfirðu og æfirðu og þá kemur það. Og það er það sama og ég stend frammi fyrir, það er að gera fínhreyfingar og ekki hætta því, þá kemur þetta,” segir hann en viðurkennir að hann stefni ekkert endilega á gítarnám. „Ég hugsa nú ekki – kannski píanó,” segir Guðmundur Felix og hlær. Hann segist eiga íslensku þjóðinni nær allt að þakka, en sömuleiðis konu sinni, Sylwiu, sem hann kynntist á bar í Frakklandi þegar hún gaf sig á tal við hann, sem kom honum á óvart því flestir hafi frekar forðast hann. „Konan mín kynnist mér þegar ég er ekki með hendur þannig fyrir henni er þetta bara eðlilegt, en hún kannski vissi ekki hvað hún var að koma sér út í. En hún er alveg ómetanleg. Bæði hún og móðir mín sem fór með mér út á sínum tíma og býr í íbúðinni fyrir ofan okkur þannig að þær skipta þessu sín á milli.” Endurhæfingin hefur gengið vonum framar og líkaminn hefur tekið handleggjunum vel. Guðmundur Felix lýsir því meðal annars hvernig hans eigin hár byrjuðu strax að vaxa og hin fóru af. Hann segir Sylwiu algjöran klett í lífinu. Vísir/Vilhelm Hann segir að staðan væri allt önnur ef þær tvær væru ekki í hans lífi. „Þetta er ekkert sjálfgefið. Ég er mjög heppinn og hef í rauninni frá þessum sekúndubrotum sem ég lendi í slysinu, upp frá því hefur þetta verið hvert gæfusporið á fætur öðru fyrir utan einhver smá hliðarspor með að missa lifrina og eitthvað. En engu að síður er það að missa lifrina ástæðan fyrir því að ég er með hendur í dag. Ég hefði ekki fengið hendur ef ég hefði ekki misst lifrina þannig að þegar ég lít til baka þá er þetta bara búið að vera stórkostlegt líf.” Aðspurður út í þetta einstaka hugarfar, sem vakið hefur athygli hér á landi og víða um heim, segir hann það hafa verið ákvörðun. Hann hafi ekkert alltaf verið svona jákvæður. „Nei kannski ekki. Að einhverju leyti, en eftir að ég áttaði mig á því að þetta er val, fólk kallar það oft að vera raunsær að vera neikvæður, en það sem er gott er alltaf til staðar alveg eins og það sem er slæmt. Við veljum hvort við erum að fókusera á. Þetta er bara spurning um hvernig líf maður vill eiga.” Þegar upp er staðið segist Guðmundur Felix hamingjusamur og hlakkar til framtíðarinnar.
Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir Þau eru tilnefnd sem Maður ársins 2021 Vísir og Reykjavík síðdegis standa fyrir vali á Manni ársins 2021 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Um sjö þúsund tilnefningar bárust í gegnum vefinn og í símatíma Reykjavík síðdegis. Þær hafa aldrei verið fleiri. 17. desember 2021 15:46 Fékk að knúsa barnabarnið í fyrsta skipti Guðmundur Felix Grétarsson er kominn til landsins í fyrsta sinn eftir að hafa fengið grædda á sig handleggi. Hann ætlar að taka sér kærkomið frí til að knúsa börnin sín í fyrsta sinn eftir að hafa fengið handleggi, og fékk í gær loks að knúsa nýfætt afabarn sitt. 17. desember 2021 12:00 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Sjá meira
Þau eru tilnefnd sem Maður ársins 2021 Vísir og Reykjavík síðdegis standa fyrir vali á Manni ársins 2021 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Um sjö þúsund tilnefningar bárust í gegnum vefinn og í símatíma Reykjavík síðdegis. Þær hafa aldrei verið fleiri. 17. desember 2021 15:46
Fékk að knúsa barnabarnið í fyrsta skipti Guðmundur Felix Grétarsson er kominn til landsins í fyrsta sinn eftir að hafa fengið grædda á sig handleggi. Hann ætlar að taka sér kærkomið frí til að knúsa börnin sín í fyrsta sinn eftir að hafa fengið handleggi, og fékk í gær loks að knúsa nýfætt afabarn sitt. 17. desember 2021 12:00