Innlent

Jónína kjörin vara­for­maður kennara

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jónína Hauksdóttir hlaut yfirburða kosningu en hún fékk tæplega þrisvar sinnum fleiri atkvæði en næsti frambjóðandi.
Jónína Hauksdóttir hlaut yfirburða kosningu en hún fékk tæplega þrisvar sinnum fleiri atkvæði en næsti frambjóðandi.

Jónína Hauksdóttir, skólastjóri leikskólans Naustatjarnar á Akureyri, hefur verið kjörin varaformaður Kennarasambands Íslands. Hún tekur við embættinu af Önnu Maríu Gunnarsdóttur á þingi Kennarasambandsins sem fram fer í apríl á næsta ári.

Átta félagsmenn KÍ buðu sig fram í embættið og féllu atkvæði þannig.

  • Jónína Hauksdóttir hlaut 1.372 atkvæði, eða 38,38%
  • Guðný Maja Riba hlaut 553 atkvæði, eða 15,47%
  • Silja Kristjánsdóttir hlaut 477 atkvæði, eða 13,34%
  • Simon Cramer Larsen hlaut 378 atkvæði, eða 10,57%
  • Kristín Björnsdóttir hlaut 210 atkvæði, eða 5,87%
  • Hjördís B. Gestsdóttir hlaut 188 atkvæði, eða 5,26%
  • Lára Guðrún Agnarsdóttir hlaut 124 atkvæði, eða 3,47%
  • Þórunn Sif Böðvarsdóttir hlaut 197 atkvæði, eða 5,51%

Auðir atkvæðaseðlar voru 76 eða sem svarar til rúmlega 2,1 prósenta.

Á kjörskrá voru 11.041 og greiddu 3.575 atkvæði, eða 32,38%. Atkvæðagreiðslan var rafræn, hófst klukkan tólf á hádegi mánudaginn 6. desember og lauk klukkan 14 í dag.

Magnús Þór Jónsson, skólastjóri í Seljaskóla, var á dögunum kjörinn formaður Kennarasambands Íslands.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×