Fjölnir Tattoo er látinn Eiður Þór Árnason skrifar 11. desember 2021 20:22 Fjölnir Geir Bragason tók virkan þátt í að móta húðflúrsmenningu landsins. Fjölnir Geir Bragason, af mörgum kenndur við Tattoo, lést í morgun 56 ára að aldri. Húðflúrlistamaðurinn fæddist í Reykjavík þann 5. febrúar 1965 og er sonur Kolbrúnar Benediktsdóttur leikskólakennara og Braga Ásgeirssonar myndlistamanns. Systkini Fjölnis eru Bragi Agnar (Brian), Júlía, Ásgeir Reynar, Símon Jóhann og Kolbrá Þyri. Synir Fjölnis eru Atli Freyr, fæddur 30. júní 1989, Fáfnir, fæddur 9. desember 1995 og Fenrir Flóki, fæddur 16. febrúar 2013. Barnabörn Fjölnis eru Fjölnir Myrkvi, Ísabel Dimma og Indíana Nótt, Atlabörn. Fjölnir útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 2000 og starfaði sem húðflúrlistamaður frá árinu 1995. Hann vann lengst af á JP Tattoo og svo síðar á Íslenzku húðflúrstofunni. Fjölnir tók þátt í að stofna og skipuleggja FO TATT FEST hátíðina í Færeyjum árið 2012 ásamt félaga sínum Páli Sch Thorsteinssyni. Nú síðastliðið sumar hélt Fjölnir Tattoo blót á Langaholti á Snæfellsnesi og svo var fyrsta íslenska hátíðin, IS TATT FEST haldin í IÐNÓ í október síðastliðnum. Ásgeir Bragason bróðir hans er meðal þeirra sem minnast Fjölnis í kvöld og hefur fjöldi fólks vottað fjölskyldunni samúð sína. Fjölnir hefur verið órjúfanlegur hluti af íslenskri húðflúrsmenningu og verið samferða byltingu sem hefur átt sér stað á undanförnum áratugum. Hann ræddi skrautlegan feril sinn við Sölva Tryggvason í hlaðvarpsþætti hans fyrr á þessu ári. „Þegar ég segist hafa séð blóð, svita og tár, þá er ég að tala um alvöru blóð, svita og tár. Og fólk segir manni allt þegar það situr í stólnum, þannig að ég hef séð ótrúlegan þverskurð af íslensku samfélagi í gegnum árin. Og oft hefur maður horft upp á sorglega hluti og ótrúlegar sögur,“ sagði Fjölnir. View this post on Instagram A post shared by Fjölnir Geir Bragason (@fjolnirgeir) Fjölnir var hluti af fimm manna hópi sem steig fram til að lýsa skaðlegum áhrifum dvalar sinnar á vöggustofum og fleiri opinberum uppheldisstofnunum á vegum Reykjavíkurborgar eftir miðbik seinustu aldar. Mennirnir áttu það allir sammerkt að hafa orðið fyrir miklum félagslegum skaða eftir dvölina, líkt og margir sem voru vistaðir á stofnununum. View this post on Instagram A post shared by Fjölnir Geir Bragason (@fjolnirgeir) Hópurinn mætti á fund borgarstjóra vegna málsins í sumar og kallaði eftir nákvæmri úttekt á því hversu mörg börn hafi látið lífið á þessum opinberu stofnunum. Þá vildu þeir viðurkenningu frá borginni um að uppeldisstefna þessara ára hafi verið skaðleg. Fréttin hefur verið uppfærð. Andlát Húðflúr Tengdar fréttir Hörmulegar afleiðingar vöggustofanna: Brotið sjálfsmat, höfnunarótti og einræna Fimm manna hópur manna sem var vistaður á vöggustofum og á fleiri opinberum uppeldisstofnunum á vegum Reykjavíkurborgar eftir miðbik síðustu aldar fundaði með borgarstjóra í dag. Þeir lýsa skaðlegum áhrifum dvalar sinnar á stofnunum í viðtali við fréttastofu eftir fundinn. 7. júlí 2021 15:25 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Tölvuleikir bæta sjón Erlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Húðflúrlistamaðurinn fæddist í Reykjavík þann 5. febrúar 1965 og er sonur Kolbrúnar Benediktsdóttur leikskólakennara og Braga Ásgeirssonar myndlistamanns. Systkini Fjölnis eru Bragi Agnar (Brian), Júlía, Ásgeir Reynar, Símon Jóhann og Kolbrá Þyri. Synir Fjölnis eru Atli Freyr, fæddur 30. júní 1989, Fáfnir, fæddur 9. desember 1995 og Fenrir Flóki, fæddur 16. febrúar 2013. Barnabörn Fjölnis eru Fjölnir Myrkvi, Ísabel Dimma og Indíana Nótt, Atlabörn. Fjölnir útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 2000 og starfaði sem húðflúrlistamaður frá árinu 1995. Hann vann lengst af á JP Tattoo og svo síðar á Íslenzku húðflúrstofunni. Fjölnir tók þátt í að stofna og skipuleggja FO TATT FEST hátíðina í Færeyjum árið 2012 ásamt félaga sínum Páli Sch Thorsteinssyni. Nú síðastliðið sumar hélt Fjölnir Tattoo blót á Langaholti á Snæfellsnesi og svo var fyrsta íslenska hátíðin, IS TATT FEST haldin í IÐNÓ í október síðastliðnum. Ásgeir Bragason bróðir hans er meðal þeirra sem minnast Fjölnis í kvöld og hefur fjöldi fólks vottað fjölskyldunni samúð sína. Fjölnir hefur verið órjúfanlegur hluti af íslenskri húðflúrsmenningu og verið samferða byltingu sem hefur átt sér stað á undanförnum áratugum. Hann ræddi skrautlegan feril sinn við Sölva Tryggvason í hlaðvarpsþætti hans fyrr á þessu ári. „Þegar ég segist hafa séð blóð, svita og tár, þá er ég að tala um alvöru blóð, svita og tár. Og fólk segir manni allt þegar það situr í stólnum, þannig að ég hef séð ótrúlegan þverskurð af íslensku samfélagi í gegnum árin. Og oft hefur maður horft upp á sorglega hluti og ótrúlegar sögur,“ sagði Fjölnir. View this post on Instagram A post shared by Fjölnir Geir Bragason (@fjolnirgeir) Fjölnir var hluti af fimm manna hópi sem steig fram til að lýsa skaðlegum áhrifum dvalar sinnar á vöggustofum og fleiri opinberum uppheldisstofnunum á vegum Reykjavíkurborgar eftir miðbik seinustu aldar. Mennirnir áttu það allir sammerkt að hafa orðið fyrir miklum félagslegum skaða eftir dvölina, líkt og margir sem voru vistaðir á stofnununum. View this post on Instagram A post shared by Fjölnir Geir Bragason (@fjolnirgeir) Hópurinn mætti á fund borgarstjóra vegna málsins í sumar og kallaði eftir nákvæmri úttekt á því hversu mörg börn hafi látið lífið á þessum opinberu stofnunum. Þá vildu þeir viðurkenningu frá borginni um að uppeldisstefna þessara ára hafi verið skaðleg. Fréttin hefur verið uppfærð.
Andlát Húðflúr Tengdar fréttir Hörmulegar afleiðingar vöggustofanna: Brotið sjálfsmat, höfnunarótti og einræna Fimm manna hópur manna sem var vistaður á vöggustofum og á fleiri opinberum uppeldisstofnunum á vegum Reykjavíkurborgar eftir miðbik síðustu aldar fundaði með borgarstjóra í dag. Þeir lýsa skaðlegum áhrifum dvalar sinnar á stofnunum í viðtali við fréttastofu eftir fundinn. 7. júlí 2021 15:25 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Tölvuleikir bæta sjón Erlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Hörmulegar afleiðingar vöggustofanna: Brotið sjálfsmat, höfnunarótti og einræna Fimm manna hópur manna sem var vistaður á vöggustofum og á fleiri opinberum uppeldisstofnunum á vegum Reykjavíkurborgar eftir miðbik síðustu aldar fundaði með borgarstjóra í dag. Þeir lýsa skaðlegum áhrifum dvalar sinnar á stofnunum í viðtali við fréttastofu eftir fundinn. 7. júlí 2021 15:25