Fjölnir Tattoo er látinn Eiður Þór Árnason skrifar 11. desember 2021 20:22 Fjölnir Geir Bragason tók virkan þátt í að móta húðflúrsmenningu landsins. Fjölnir Geir Bragason, af mörgum kenndur við Tattoo, lést í morgun 56 ára að aldri. Húðflúrlistamaðurinn fæddist í Reykjavík þann 5. febrúar 1965 og er sonur Kolbrúnar Benediktsdóttur leikskólakennara og Braga Ásgeirssonar myndlistamanns. Systkini Fjölnis eru Bragi Agnar (Brian), Júlía, Ásgeir Reynar, Símon Jóhann og Kolbrá Þyri. Synir Fjölnis eru Atli Freyr, fæddur 30. júní 1989, Fáfnir, fæddur 9. desember 1995 og Fenrir Flóki, fæddur 16. febrúar 2013. Barnabörn Fjölnis eru Fjölnir Myrkvi, Ísabel Dimma og Indíana Nótt, Atlabörn. Fjölnir útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 2000 og starfaði sem húðflúrlistamaður frá árinu 1995. Hann vann lengst af á JP Tattoo og svo síðar á Íslenzku húðflúrstofunni. Fjölnir tók þátt í að stofna og skipuleggja FO TATT FEST hátíðina í Færeyjum árið 2012 ásamt félaga sínum Páli Sch Thorsteinssyni. Nú síðastliðið sumar hélt Fjölnir Tattoo blót á Langaholti á Snæfellsnesi og svo var fyrsta íslenska hátíðin, IS TATT FEST haldin í IÐNÓ í október síðastliðnum. Ásgeir Bragason bróðir hans er meðal þeirra sem minnast Fjölnis í kvöld og hefur fjöldi fólks vottað fjölskyldunni samúð sína. Fjölnir hefur verið órjúfanlegur hluti af íslenskri húðflúrsmenningu og verið samferða byltingu sem hefur átt sér stað á undanförnum áratugum. Hann ræddi skrautlegan feril sinn við Sölva Tryggvason í hlaðvarpsþætti hans fyrr á þessu ári. „Þegar ég segist hafa séð blóð, svita og tár, þá er ég að tala um alvöru blóð, svita og tár. Og fólk segir manni allt þegar það situr í stólnum, þannig að ég hef séð ótrúlegan þverskurð af íslensku samfélagi í gegnum árin. Og oft hefur maður horft upp á sorglega hluti og ótrúlegar sögur,“ sagði Fjölnir. View this post on Instagram A post shared by Fjölnir Geir Bragason (@fjolnirgeir) Fjölnir var hluti af fimm manna hópi sem steig fram til að lýsa skaðlegum áhrifum dvalar sinnar á vöggustofum og fleiri opinberum uppheldisstofnunum á vegum Reykjavíkurborgar eftir miðbik seinustu aldar. Mennirnir áttu það allir sammerkt að hafa orðið fyrir miklum félagslegum skaða eftir dvölina, líkt og margir sem voru vistaðir á stofnununum. View this post on Instagram A post shared by Fjölnir Geir Bragason (@fjolnirgeir) Hópurinn mætti á fund borgarstjóra vegna málsins í sumar og kallaði eftir nákvæmri úttekt á því hversu mörg börn hafi látið lífið á þessum opinberu stofnunum. Þá vildu þeir viðurkenningu frá borginni um að uppeldisstefna þessara ára hafi verið skaðleg. Fréttin hefur verið uppfærð. Andlát Húðflúr Tengdar fréttir Hörmulegar afleiðingar vöggustofanna: Brotið sjálfsmat, höfnunarótti og einræna Fimm manna hópur manna sem var vistaður á vöggustofum og á fleiri opinberum uppeldisstofnunum á vegum Reykjavíkurborgar eftir miðbik síðustu aldar fundaði með borgarstjóra í dag. Þeir lýsa skaðlegum áhrifum dvalar sinnar á stofnunum í viðtali við fréttastofu eftir fundinn. 7. júlí 2021 15:25 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Húðflúrlistamaðurinn fæddist í Reykjavík þann 5. febrúar 1965 og er sonur Kolbrúnar Benediktsdóttur leikskólakennara og Braga Ásgeirssonar myndlistamanns. Systkini Fjölnis eru Bragi Agnar (Brian), Júlía, Ásgeir Reynar, Símon Jóhann og Kolbrá Þyri. Synir Fjölnis eru Atli Freyr, fæddur 30. júní 1989, Fáfnir, fæddur 9. desember 1995 og Fenrir Flóki, fæddur 16. febrúar 2013. Barnabörn Fjölnis eru Fjölnir Myrkvi, Ísabel Dimma og Indíana Nótt, Atlabörn. Fjölnir útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 2000 og starfaði sem húðflúrlistamaður frá árinu 1995. Hann vann lengst af á JP Tattoo og svo síðar á Íslenzku húðflúrstofunni. Fjölnir tók þátt í að stofna og skipuleggja FO TATT FEST hátíðina í Færeyjum árið 2012 ásamt félaga sínum Páli Sch Thorsteinssyni. Nú síðastliðið sumar hélt Fjölnir Tattoo blót á Langaholti á Snæfellsnesi og svo var fyrsta íslenska hátíðin, IS TATT FEST haldin í IÐNÓ í október síðastliðnum. Ásgeir Bragason bróðir hans er meðal þeirra sem minnast Fjölnis í kvöld og hefur fjöldi fólks vottað fjölskyldunni samúð sína. Fjölnir hefur verið órjúfanlegur hluti af íslenskri húðflúrsmenningu og verið samferða byltingu sem hefur átt sér stað á undanförnum áratugum. Hann ræddi skrautlegan feril sinn við Sölva Tryggvason í hlaðvarpsþætti hans fyrr á þessu ári. „Þegar ég segist hafa séð blóð, svita og tár, þá er ég að tala um alvöru blóð, svita og tár. Og fólk segir manni allt þegar það situr í stólnum, þannig að ég hef séð ótrúlegan þverskurð af íslensku samfélagi í gegnum árin. Og oft hefur maður horft upp á sorglega hluti og ótrúlegar sögur,“ sagði Fjölnir. View this post on Instagram A post shared by Fjölnir Geir Bragason (@fjolnirgeir) Fjölnir var hluti af fimm manna hópi sem steig fram til að lýsa skaðlegum áhrifum dvalar sinnar á vöggustofum og fleiri opinberum uppheldisstofnunum á vegum Reykjavíkurborgar eftir miðbik seinustu aldar. Mennirnir áttu það allir sammerkt að hafa orðið fyrir miklum félagslegum skaða eftir dvölina, líkt og margir sem voru vistaðir á stofnununum. View this post on Instagram A post shared by Fjölnir Geir Bragason (@fjolnirgeir) Hópurinn mætti á fund borgarstjóra vegna málsins í sumar og kallaði eftir nákvæmri úttekt á því hversu mörg börn hafi látið lífið á þessum opinberu stofnunum. Þá vildu þeir viðurkenningu frá borginni um að uppeldisstefna þessara ára hafi verið skaðleg. Fréttin hefur verið uppfærð.
Andlát Húðflúr Tengdar fréttir Hörmulegar afleiðingar vöggustofanna: Brotið sjálfsmat, höfnunarótti og einræna Fimm manna hópur manna sem var vistaður á vöggustofum og á fleiri opinberum uppeldisstofnunum á vegum Reykjavíkurborgar eftir miðbik síðustu aldar fundaði með borgarstjóra í dag. Þeir lýsa skaðlegum áhrifum dvalar sinnar á stofnunum í viðtali við fréttastofu eftir fundinn. 7. júlí 2021 15:25 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Hörmulegar afleiðingar vöggustofanna: Brotið sjálfsmat, höfnunarótti og einræna Fimm manna hópur manna sem var vistaður á vöggustofum og á fleiri opinberum uppeldisstofnunum á vegum Reykjavíkurborgar eftir miðbik síðustu aldar fundaði með borgarstjóra í dag. Þeir lýsa skaðlegum áhrifum dvalar sinnar á stofnunum í viðtali við fréttastofu eftir fundinn. 7. júlí 2021 15:25