Síminn ekki stoppað í dag hjá nýju stórstjörnunni Snorri Másson skrifar 11. desember 2021 16:57 Sigurvegari sænska Idolsins í ár, Birkir Blær Óðinsson. Idol Birkir Blær Óðinsson, sem vann sænska Idol-ið í gærkvöld, á eftir að rýna alveg í samninginn sinn, en honum skilst að nú fram undan sé að taka upp tónlist og halda tónleika. Að taka þátt í keppninni hefur breytt lífi hans, segir hann. Lokakeppnin var í gær og Birkir flutti All I Ask eftir Adele, annað It's A Man's World með James Brown og loks frumsamda lagið Weightless. Svo beið hann spenntur - og næstum öll Akureyri líka - eftir lokaniðurstöðunni. „Þetta var alveg sturlað bara. Já, eiginlega bara alveg sturlað. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa því. Ég er bara rosalega glaður og þakklátur fyrir að hafa fengið að gera þetta allt saman. Og ég er bara spenntur fyrir framhaldinu,“ segir Birkir, sem átti stund milli stríða til að ræða við blaðamann. Eftir sigurinn hefur athyglin skiljanlega verið töluverð en Birkir hefur lært að íslenskir blaðamenn eru töluvert ágengari en þeir sænsku. Það hlýtur að vera heilbrigðismerki. „Síminn minn er búinn að titra svolítið mikið og ég er voða lítið búinn að geta svarað,“ segir hann. Næst á dagskrá er plata hjá Universal Music í Svíþjóð með sönglögum á ensku. „Núna vil ég bara semja, taka upp, pródúsa, lög og gefa þau út. Og fá svo að syngja þau fyrir fólk. Það er svona það sem mig langar mest að gera núna,“ segir Birkir. Og heldurðu að þetta hafi breytt lífi þínu? „Já, ég held það, en það er auðvitað of snemmt að segja til um það. En að taka þátt í þessu hefur haft mikil áhrif á mig.“ Birkir er þakklátur fyrir stuðning fjölskyldu sinnar, Akureyringa og Íslendinga allra í gegnum mánuðina þrjá sem eru að baki. Hann hefur alltaf viljað vinna við tónlist og ljóst að nú fær hann tækifæri til þess. „Bara takk kærlega fyrir allan stuðninginn og allt það og bara já, ég hlakka til að koma í heimsókn næst.“ Óljóst er hvenær af þeirri heimsókn verður, en Birkir kemst naumast heim um jólin, eins og móðir hans hafði vonast til. Birkir Blær í sænska Idol Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Kannski stærra en maður áttaði sig á“ Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson er á leið á tónleikaferðalag um Svíþjóð eftir að hann bar sigur úr býtum í sænska Idol-inu í gærkvöldi. Móðir hans segir óhefðbundin jól fram undan og sigurinn stimplar Akureyri inn sem enn frekari tónlistarbæ, segir bæjarstjórinn. 11. desember 2021 12:44 „Þetta verður örugglega algjört ævintýri“ Það ræðst í kvöld hvort að Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson fari með sigur af hólmi í sænsku Idol-söngkeppninni. 10. desember 2021 17:50 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Lokakeppnin var í gær og Birkir flutti All I Ask eftir Adele, annað It's A Man's World með James Brown og loks frumsamda lagið Weightless. Svo beið hann spenntur - og næstum öll Akureyri líka - eftir lokaniðurstöðunni. „Þetta var alveg sturlað bara. Já, eiginlega bara alveg sturlað. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa því. Ég er bara rosalega glaður og þakklátur fyrir að hafa fengið að gera þetta allt saman. Og ég er bara spenntur fyrir framhaldinu,“ segir Birkir, sem átti stund milli stríða til að ræða við blaðamann. Eftir sigurinn hefur athyglin skiljanlega verið töluverð en Birkir hefur lært að íslenskir blaðamenn eru töluvert ágengari en þeir sænsku. Það hlýtur að vera heilbrigðismerki. „Síminn minn er búinn að titra svolítið mikið og ég er voða lítið búinn að geta svarað,“ segir hann. Næst á dagskrá er plata hjá Universal Music í Svíþjóð með sönglögum á ensku. „Núna vil ég bara semja, taka upp, pródúsa, lög og gefa þau út. Og fá svo að syngja þau fyrir fólk. Það er svona það sem mig langar mest að gera núna,“ segir Birkir. Og heldurðu að þetta hafi breytt lífi þínu? „Já, ég held það, en það er auðvitað of snemmt að segja til um það. En að taka þátt í þessu hefur haft mikil áhrif á mig.“ Birkir er þakklátur fyrir stuðning fjölskyldu sinnar, Akureyringa og Íslendinga allra í gegnum mánuðina þrjá sem eru að baki. Hann hefur alltaf viljað vinna við tónlist og ljóst að nú fær hann tækifæri til þess. „Bara takk kærlega fyrir allan stuðninginn og allt það og bara já, ég hlakka til að koma í heimsókn næst.“ Óljóst er hvenær af þeirri heimsókn verður, en Birkir kemst naumast heim um jólin, eins og móðir hans hafði vonast til.
Birkir Blær í sænska Idol Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Kannski stærra en maður áttaði sig á“ Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson er á leið á tónleikaferðalag um Svíþjóð eftir að hann bar sigur úr býtum í sænska Idol-inu í gærkvöldi. Móðir hans segir óhefðbundin jól fram undan og sigurinn stimplar Akureyri inn sem enn frekari tónlistarbæ, segir bæjarstjórinn. 11. desember 2021 12:44 „Þetta verður örugglega algjört ævintýri“ Það ræðst í kvöld hvort að Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson fari með sigur af hólmi í sænsku Idol-söngkeppninni. 10. desember 2021 17:50 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
„Kannski stærra en maður áttaði sig á“ Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson er á leið á tónleikaferðalag um Svíþjóð eftir að hann bar sigur úr býtum í sænska Idol-inu í gærkvöldi. Móðir hans segir óhefðbundin jól fram undan og sigurinn stimplar Akureyri inn sem enn frekari tónlistarbæ, segir bæjarstjórinn. 11. desember 2021 12:44
„Þetta verður örugglega algjört ævintýri“ Það ræðst í kvöld hvort að Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson fari með sigur af hólmi í sænsku Idol-söngkeppninni. 10. desember 2021 17:50