Lífið

Michael Ne­­smith, söngvari og gítar­leikari Mon­kees, látinn

Árni Sæberg skrifar
Mike Nesmith kom fram á sviði í hinsta sinn þann 14. febrúar síðastliðinn.
Mike Nesmith kom fram á sviði í hinsta sinn þann 14. febrúar síðastliðinn. Scott Dudelson/Getty Images

Michael Ne­smith, söngvari og gítarleikari Mon­kees er látinn 78 ára að aldri.

„Með ómældri ást tilkynnum við að Micheal Nesmith hafi látist í morgun á heimili sínu, umvafinn ástvinum, friðsamlega og af náttúrulegum orsökum,“ segir í tilkynningu fjölskyldu Nesmiths.

Þá biður fjölskyldan um að friðhelgi einkalífs hennar verði virt og þakkar þá ást og athygli sem Nesmith hefur verið sýnd í gegn um tíðina.

Í frétt Rolling Stone um andlát Nesmiths segir að hann hafi verið hugsjónamaður á sviði popptónlistar og hafi samið marga af helstu slögurum Monkees, einnar áhrifamestu hljómsveitar allra tíma.

Eitt frægusta laga Nesmiths er Mary Mary frá 1967, hlusta má á það í spilaranum hér að neðan. Nesmith er gítarleikarinn með bláu húfuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×