Alvarlegur grunur um geislavirkni reyndist sem betur fer rangur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2021 11:38 Til vinstri má sjá stöðuna á Jóhanni þegar hann var á sjúkrahúsinu. Til hægri má sjá Jóhann á góðum degi, út að borða á Blönduósi. Úr einkasafni Umsjónarmaður fasteigna við Háskólann á Akureyri segist hafa verið verulega létt þegar í ljós kom að hann hafði ekki komist í snertingu við geislavirkt efni. Torkennilegur hlutur mun þó reynast Geislavörnum ríkisins vel. Jóhann Jónsson lýsir því í færslu á Facebook að á mánudag og þriðjdag hafi andlit hans og hendur byrjað að loga með sviða og hita. Akureyri.net greindi fyrst frá. „Ósköp venjulegir dagar hjá mér nema að ég handfjatlaði blýtank í vinnunni,“ segir Jóhann. Tankurinn var í stóru kjallararými Háskólans á Akureyri og tilvist hans kom hreinlega flatt upp á fólk. Í ljós kom að tankurinn tengdist líkast til geislavirkum efnum og var því gripið til aðgerða um leið. Jóhann var settur í einangrun á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og haft samband við Geislavarnir ríkisins sem sendu fólk norður með hraði. „Pínu scary“ Jóhann játar því aðspurður hvort þetta hafi ekki minnt á senur úr bíómynd. „Þetta var það, alveg ótrúlegt. Þetta var líka pínu scary,“ segir Jóhann. Barnabarn hans fékk útbrot á svipuðum tíma og var sömuleiðis sett í einangrun. Á meðan rannsökuðu sérfræðingarnir að sunnan tankinn. Niðurstaðan var sú að tankurinn var útilokaður sem sökudólgur. Engin geislavirkni mældist í honum. Þetta hafi greinilega verið algjör tilviljun. Blýtankurinn umtalaði.KatrínÁrnadóttir „Öllum var létt,“ segir Jóhann sem segist aðspurður heldur betur ólíkur sjálfum sér í andliti þessa dagana. Bólginn og rauður. Líkast til sé um bráðaofnæmi að ræða. Ólíklega jólaofnæmi „Það er verið að reyna að finna út úr því hvaða efni gefi mér þessi viðbrögð,“ segir Jóhann. Hann komi víða við í vinnu sinni og lífinu sjálfu. Hann skellir upp úr aðspurður hvort geti verið að hann sé með bráðaofnæmi fyrir jólunum. „Ég er ekki alveg sá æstasti þegar kemur að jólunum,“ segir Jóhann og á honum að heyra að hann stilli ekki á Léttbylgjuna í desember og hlusti á jólalögin. Jóhann er þakklátur starfsfólki á sjúkrahúsinu, fólkinu hjá Geislavörnum ríkisins og Háskólanum á Akureyri fyrir viðbrögð sín við málinu. Brugðist hafi verið hárrétt við. Jólagjöf til Geislavarna Eyjólfur S. Guðmundsson, rektor við Háskólann á Akureyri, segir líkast til aldrei hafa verið nein geislavirk efni í tankinum. Tankurinn hafi líkast til verið notaður sem rannsóknartæki fyrir allmörgum árum síðan, líklega til að mæla geisluvirkni annarra hluta. „Það stefnir í að við afhendum bara Geislavörnum ríkisins tankinn, þau getað notað hann. Hann hefur bara verið í geymslu já okku,“ segir Eyjólfur. Já, jólagjöf til Geislavarna ríkisins að norðan. Akureyri Háskólar Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Jóhann Jónsson lýsir því í færslu á Facebook að á mánudag og þriðjdag hafi andlit hans og hendur byrjað að loga með sviða og hita. Akureyri.net greindi fyrst frá. „Ósköp venjulegir dagar hjá mér nema að ég handfjatlaði blýtank í vinnunni,“ segir Jóhann. Tankurinn var í stóru kjallararými Háskólans á Akureyri og tilvist hans kom hreinlega flatt upp á fólk. Í ljós kom að tankurinn tengdist líkast til geislavirkum efnum og var því gripið til aðgerða um leið. Jóhann var settur í einangrun á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og haft samband við Geislavarnir ríkisins sem sendu fólk norður með hraði. „Pínu scary“ Jóhann játar því aðspurður hvort þetta hafi ekki minnt á senur úr bíómynd. „Þetta var það, alveg ótrúlegt. Þetta var líka pínu scary,“ segir Jóhann. Barnabarn hans fékk útbrot á svipuðum tíma og var sömuleiðis sett í einangrun. Á meðan rannsökuðu sérfræðingarnir að sunnan tankinn. Niðurstaðan var sú að tankurinn var útilokaður sem sökudólgur. Engin geislavirkni mældist í honum. Þetta hafi greinilega verið algjör tilviljun. Blýtankurinn umtalaði.KatrínÁrnadóttir „Öllum var létt,“ segir Jóhann sem segist aðspurður heldur betur ólíkur sjálfum sér í andliti þessa dagana. Bólginn og rauður. Líkast til sé um bráðaofnæmi að ræða. Ólíklega jólaofnæmi „Það er verið að reyna að finna út úr því hvaða efni gefi mér þessi viðbrögð,“ segir Jóhann. Hann komi víða við í vinnu sinni og lífinu sjálfu. Hann skellir upp úr aðspurður hvort geti verið að hann sé með bráðaofnæmi fyrir jólunum. „Ég er ekki alveg sá æstasti þegar kemur að jólunum,“ segir Jóhann og á honum að heyra að hann stilli ekki á Léttbylgjuna í desember og hlusti á jólalögin. Jóhann er þakklátur starfsfólki á sjúkrahúsinu, fólkinu hjá Geislavörnum ríkisins og Háskólanum á Akureyri fyrir viðbrögð sín við málinu. Brugðist hafi verið hárrétt við. Jólagjöf til Geislavarna Eyjólfur S. Guðmundsson, rektor við Háskólann á Akureyri, segir líkast til aldrei hafa verið nein geislavirk efni í tankinum. Tankurinn hafi líkast til verið notaður sem rannsóknartæki fyrir allmörgum árum síðan, líklega til að mæla geisluvirkni annarra hluta. „Það stefnir í að við afhendum bara Geislavörnum ríkisins tankinn, þau getað notað hann. Hann hefur bara verið í geymslu já okku,“ segir Eyjólfur. Já, jólagjöf til Geislavarna ríkisins að norðan.
Akureyri Háskólar Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira