Lífið

Reggí­goð­sögnin Robbie Shakespeare látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Félagarnir Sly Dunbar og Robbie Shakespeare.
Félagarnir Sly Dunbar og Robbie Shakespeare. Getty

Jamaíska reggígoðsögnin Robbie Shakespeare er látinn, 68 ára að aldri. Hann var annar helmingur sveitarinnar Sly and Robbie.

BBC segir frá því að Shakespeare hafi andast á sjúkrahúsi á Flórída í Bandaríkjunum þar sem hann hafði nýverið gengist undir nýrnaaðgerð.

Shakespeare var mikils virtur bassaleikari og tónlistarframleiðandi og er hann sagður hafa markað djúp spor í sögu reggítónlistar.

Olivia Grange, menningarmálaráðherra Jamaíku, tilkynnti um andlát Shakespeare í gær og sagði hann hafa verið einn af stærstu tónlistarmönnum í sögu jamaísku þjóðarinnar.

Tónlistarferill Shakespeare spannaði nærri fimm áratugi og starfaði hann meðal annars með tónlistarmönnum og sveitum á borð við Madonnu, Simply Red, Bob Dylan, No Doubt, Peter Tosh, Rolling Stones og Grace Jones.

Um miðjan áttunda áratuginn stofnuðu Shakespeare og Sly Dunbar sveitina Sly and Robbie. Shakespeare var á ferli sínum tilnefndur til þrettán Grammy-verðlauna og vann til tveggja.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.