Lífið

Lygileg Eurovision-vegferð Daða og Gagnamagnsins

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Meint kókaínneysla ítalska söngvarans Damiano David varpaði örlitlum skugga á frækinn sigur sveitar hans, Måneskin, í Eurovision í ár. Og þá gerði bannsett kórónuveiran okkar fólki í Gagnamagninu erfitt fyrir.
Meint kókaínneysla ítalska söngvarans Damiano David varpaði örlitlum skugga á frækinn sigur sveitar hans, Måneskin, í Eurovision í ár. Og þá gerði bannsett kórónuveiran okkar fólki í Gagnamagninu erfitt fyrir. Vísir/Gísli Berg/Hjalti

Íslendingar mættu stórhuga til leiks í Eurovision þetta árið eftir að farsóttin martraðarkennda hafði af okkur öruggan sigur á fyrsta ári veirunnar. Við tjölduðum öllu til í Rotterdam í Hollandi í vor: nýju lagi með Daða og Gagnamagninu, nýjum grænum heilgöllum og nýjum sigurdraumi. Nú skyldi það hafast.

En svo dundu ósköpin yfir. Jói í Gagnamagninu greindist með veiruna skæðu og íslenski hópurinn fylgdist að endingu með sjálfum sér keppa til úrslita í Eurovision úr sóttkví. Það virðist þó ekki hafa komið mjög að sök, eins og niðurstöðurnar eru til marks um.

Hér fyrir neðan er að sjálfsögðu farið yfir ótrúlega Eurovision-vegferð Daða og Gagnamagnsins en við rifjum einnig upp meint kókaínhneyksli sem skók keppnina og svörum spurningunni sem hlýtur að brenna á allra vörum: Hvernig líður Jóa í dag? Allt þetta, og meira til, í sérstökum fréttaannál.

Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið 2021 alla virka daga í desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×