Ekkert spurt um aðbúnað dýra í útlöndum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. desember 2021 13:16 Mjög strangar aðbúnaðarreglugerðir eru á Íslandi varðandi aðbúnað þeirra skepna, sem bændur eiga. Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður Bændasamtakanna segir íslenska neytendur ekki hafa hugmynd um hvernig farið er með þau dýr í útlöndum og við hvernig aðbúnað þau lifa þegar kjöt af gripunum eru flutt inn til Íslands. Hann krefst þess að sömu kröfur verði gerðar til innfluttra matvæla eins og gert er til innlendrar matvælaframleiðslu þegar aðbúnaðarreglugerð dýra er annars vegar. Bændur á Íslandi þurfa að uppfylla ákveðna aðbúnaðarreglugerð, sem fjallar um hvernig aðbúnaði dýra á bænum skuli háttað. Í reglugerð um velferð nautgripa kemur til dæmis fram að tilgangur reglugerðarinnar sé að tryggja velferð og heilbrigði allra nautgripa með góðri meðferð, umsjá og aðbúnaði. Leitast skuli við að nautgripir geti lifað í samræmi við sitt eðlilega atferli eins og framast er kostur. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna er ósáttur við að aðbúnaðarreglugerðir eins og eru í gildi á Íslandi séu ekki í gildi líka í þeim löndum sem flytja inn kjöt til Íslands, þar séu engar kröfur gerðar til bænda um aðbúnað gripa sinna, sem sé fráleitt. „Það sem við erum að amast við er að aðbúnaðarreglugerðin hér heima á Íslandi að hún skuli ekki gilda jafnframt um þau dýr, sem við erum að flytja inn í kjöti til landsins. Má bara framleiða þetta við alls konar aðbúnað út í útlöndum án þess að menn krefjist þess að það sama gildi við þá eins og okkur“, spyr Gunnar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, sem vill að sömu reglur gildi um aðbúnað dýra á Íslandi og í útlöndum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir að hljóð og mynd fari ekki saman í málinu. „Nei, nei, það er sko langt því frá. Eins og ég hef sagt, það er gríðarlega erfitt að spila handboltaleik á móti landsliði Hollands með hendurnar bundnar fyrir aftan bak ef þeir mega vera með fríar hendur,“ segir Gunnar. Þannig að við höfum ekki hugmynd um það hvernig dýrin hafa það sem eru flutt hingað inn, kjötið af þeim ? „Nei, það er ekkert spurt að því. Við viljum bara gera sömu kröfu til innfluttra matvæla eins og við gerum til innlendrar matvælaframleiðslu,“ segir Gunnar. Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira
Bændur á Íslandi þurfa að uppfylla ákveðna aðbúnaðarreglugerð, sem fjallar um hvernig aðbúnaði dýra á bænum skuli háttað. Í reglugerð um velferð nautgripa kemur til dæmis fram að tilgangur reglugerðarinnar sé að tryggja velferð og heilbrigði allra nautgripa með góðri meðferð, umsjá og aðbúnaði. Leitast skuli við að nautgripir geti lifað í samræmi við sitt eðlilega atferli eins og framast er kostur. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna er ósáttur við að aðbúnaðarreglugerðir eins og eru í gildi á Íslandi séu ekki í gildi líka í þeim löndum sem flytja inn kjöt til Íslands, þar séu engar kröfur gerðar til bænda um aðbúnað gripa sinna, sem sé fráleitt. „Það sem við erum að amast við er að aðbúnaðarreglugerðin hér heima á Íslandi að hún skuli ekki gilda jafnframt um þau dýr, sem við erum að flytja inn í kjöti til landsins. Má bara framleiða þetta við alls konar aðbúnað út í útlöndum án þess að menn krefjist þess að það sama gildi við þá eins og okkur“, spyr Gunnar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, sem vill að sömu reglur gildi um aðbúnað dýra á Íslandi og í útlöndum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir að hljóð og mynd fari ekki saman í málinu. „Nei, nei, það er sko langt því frá. Eins og ég hef sagt, það er gríðarlega erfitt að spila handboltaleik á móti landsliði Hollands með hendurnar bundnar fyrir aftan bak ef þeir mega vera með fríar hendur,“ segir Gunnar. Þannig að við höfum ekki hugmynd um það hvernig dýrin hafa það sem eru flutt hingað inn, kjötið af þeim ? „Nei, það er ekkert spurt að því. Við viljum bara gera sömu kröfu til innfluttra matvæla eins og við gerum til innlendrar matvælaframleiðslu,“ segir Gunnar.
Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira