Innlent

Bein út­sending: Guð­mundur Ingi af­hendir Múr­brjót Þroska­hjálpar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Einhverfusamtökin fengu verðlaunin árið 2019.
Einhverfusamtökin fengu verðlaunin árið 2019. Aðsend

Múrbrjótur Landssamtakanna Þroskahjálpar verður í dag afhentur á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Verðlaunin verða afhent á skrifstofu Þroskahjálpar klukkan 15 og verður sýnt frá þeim í beinu streymi á Vísi. 

Múrbrjóturinn er veittur þeim, sem að mati samtakanna, brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks og stuðla að jöfnu samfélagi án aðgreiningar.

Í ár mun Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, afhenda verðlaunin en Andri Freyr Hilmarsson, einn umsjónarmanna sjónvarpsþáttanna Með okkar augum, verður kynnir. 

Hægt verður að fylgjast með afhendingu verðlaunanna í spilaranum hér að neðan. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.