Tónlist

Föstudagsplaylisti Salóme Katrínar

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Það er blómahljómur í lista Salóme.
Það er blómahljómur í lista Salóme. Kata Jóhanness
Salóme Katrín Magnúsdóttir er ung og upprennandi söngkona sem hefur töluvert látið að sér kveða á síðustu misserum.

Hún kom t.a.m. fram á Aldrei fór ég suður hátíðinni í vor og á upphitunartónleikum fyrir Lunga sem haldnir voru í Iðnó í gærkvöldi.

Salóme vinnur um þessar mundir að EP plötu með Baldvini Snæ, og á döfinni er að spila á hátíðinni Hátíðni sem haldin er á Borðeyri 5.-7. júlí. Einnig kemur hún fram í Árósum 5. september næstkomandi.

„Listinn samanstendur af tónlist sem ég elska ótrúlega mikið og hefur haft áhrif á mig um ævina,“ segir Salóme og segir að næst á dagskrá hjá sér sé að „vera í brjáluðu föstudagsstuði og hlusta á snilldarplaylistann minn.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.