Innlent

Segja börnin missa af Reykjaferð því skólastjórinn gleymdi að panta pláss

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Fossvogsskóli hefur verið mikið í umræðunni vegna mygluvandamála.
Fossvogsskóli hefur verið mikið í umræðunni vegna mygluvandamála. Vísir/Vilhelm

Fráfarandi skólastjóri Fossvogsskóla, Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, gleymdi að sækja um dvöl fyrir 7. bekk skólans á Reykjum í Hrútafirði en þegar umsókn barst að lokum var allt orðið fullt.

Frá þessu greinir Fréttablaðið en Fossvogsskóli hefur verið mikið í umræðunni síðustu misseri vegna mygluvandamála. Reykjaferð skólans í fyrra var felld niður en þá var ástæðan sögð kórónuveirufaraldurinn.

„Þeim finnst skólinn og skólastjórnendur hafa brugðist sér,“ hefur Fréttablaðið eftir föður eins barns í 7. bekk um upplifun krakkanna. Börnin upplifi að vera skilin útundan.

Til að bæta börnunum upp mistökin er búið að bóka dvöl í skólabúðunum á Laugarvatni og á Úlfljótsvatni næsta vor. Samkvæmt Fréttablaðinu þýðir það þó að sami árgangur fari aftur á Laugarvatn í 9. bekk.

„Þetta er svo leiðinlegt gagnvart blessuðum börnunum að þurfa að standa í þessu að það er þyngra en tárum taki,“ hefur blaðið eftir Karli B. Örvarssyni, framkvæmdastjóra skólabúðanna á Reykjum.

Hann segir alltaf eitthvað um afbókanir vegna Covid en það geti verið erfitt fyrir skóla að stökkva til og nýta plássið með litlum fyrirvara.

Í samtali við mbl.is í gær sagðist Ingibjörg hafa tekið þá ákvörðun að hætta vegna þess gríðarlega álags sem fylgt hefði starfinu. 

„Það hef­ur verið gríðarlegt álag að taka heilt starf ofan á starf skóla­stjórn­anda og það eru tak­mörk fyr­ir því hvað maður get­ur gert það lengi. Þessi hús­næðismál hafa verð rosa­lega tíma­frek og tekið mikla orku og það var bara komið nóg. Það er gott að ein­hver ann­ar taki við,“ sagði hún.


Tengdar fréttir

Skólastjóri Fossvogsskóla hættir

Skólastjóri Fossvogsskóla er hættur störfum. Það kom fram í pósti sem Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sendi í dag. Starfsemi Fossvogsskóla hefur verið flutt annað vegna myglu- og rakaskemmda.

Allt skólahald færist í Fossvogsdalinn næsta haust

Skólastarf í Fossvogsskóla mun allt fara fram í Fossvogsdal frá og með næsta skólaári. Ráðist verður í umfangsmiklar framkvæmdir á húsnæði skólans til þess að komast fyrir mygluvandræði sem plagað hafa skólastarfið að undanförnu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.