Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Telma Tómasson les fréttir klukkan hálf sjö.
Telma Tómasson les fréttir klukkan hálf sjö. Stöð 2

Grímsvatnahlaupið er byrjað að bresta fram undan jaðri Skeiðarárjökuls og lýstu Almannavarnir nú síðdegis yfir óvissuástandi. Vatnshæðin í Gígjukvísl hefur hækkað um einn metra í dag en brúin er ekki talin í hættu. Mikil spenna ríkir um hvort eldgos fylgi hlaupinu en engin merki um gosóróa hafa enn sést.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sjáum við glænýjar myndir sem ljósmyndarinn RAX tók þegar hann flaug yfir Grímsvötn í dag.

Þá verðum við í beinni frá Alþingi þar sem forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína í kvöld og kynnum okkur breytta skipan í þingnefndir.

Einnig verður rætt við yfirlækni á Vog sem segir stefna í faraldur ópíóða hér á landi. Hátt í 250 manns eru í meðferð við slíkri fíkn og sjúkrahúsið á erfitt með að anna álaginu.

Einnig verður rætt við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur um samsæriskenningar sem ganga um hana á netinu og við verðum í beinni frá bókabúð og kynnum okkur tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna – sem kynntar voru nú síðdegis.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×