Drungalegt yfir Skálholtskirkju og kirkjuklukkurnar þagnaðar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. nóvember 2021 21:48 Ómáluð Skálholtsdómkirkja en það stendur þó allt til bóta á nýju ári. Vísir/Egill Aðalsteinsson Það er hálf drungalegt í Skálholti þessa dagana í skammdeginu því kirkjan er ómáluð og kirkjuklukkur kirkjunnar eru þagnaðar. Það horfir þó til bjartari tíma næsta vor þegar kirkjan verður máluð og nýjar kirkjuklukkur verða settar upp, auk nýs þaks á kirkjuna. Það er mjög sérstakt að koma í Skálholt og sjá glæsilegu kirkjuna á staðnum svona drungaleg og ómálaða eins og raun ber vitni. Öll málningin var smúluð af kirkjunni í haust og verður hún máluð upp á nýtt næsta vor. Þá stendur til að skipta um þak kirkjunnar og verða nýjar steinhellur frá Noregi settar á þakið. En mál málanna í Skálholti eru kirkjuklukkurnar uppi í turni en þær hafa nú verið teknar niður af klukkusmið frá Danmörku, sem mun sjá um viðgerð á klukkunum. Kirkjuklukkurnar voru á sínum tíma gjöf frá Norðurlöndunum en það var danska klukkan sem brotnaði með hvelli fyrir tuttugu árum. „Já, það á að endurnýja hér allt, grindurnar líka, sem þær hanga í og verið er að steypa nýja klukku fyrir þá dönsku, sem brotnaði. Hún kemur hingað en þetta er allt saman kostað af Verndarsjóði Skálholtsdómkirkju. Þetta er mikil framkvæmd, sérstaklega vandasamt í sambandi við nýju klukkuna og hvernig hún á að líta út. Við erum búin að finna réttan tón, sem er ekki alveg sjálfgefið og svo settum við á hana áletrun úr Jeseya um að orð guðs varir að eilífu, höfðum það á latínu, svo allir myndu skilja það,“ segir Kristján Björnsson, vígslubiskup. En hversu mikilvægt er að kirkjuklukkur hljómi vel? „Það er bara mjög mikilvægt því annars kemur fólk ekki til messu,“ segir Kristján. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti innan um kirkjuklukkurnar í turni kirkjunnar. Klukkum í turninum verður ekki hringt aftur fyrr en næsta vorMagnús Hlynur Hreiðarsson Kristján segir það mjög sérstakt að kirkjuklukkurnar í Skálholti séu þagnaðar og munu þegja næstu mánuði. Hann hefur helst áhyggjur af því að hann sjálfur gleymi að mæta í messur þegar engar klukkur eru til að minna sig á að mæta. Hann segir að mögulega verði jólin hringdi inn með kirkjuklukku frá 12. öld, sem er inn í kirkjunni sjálfri. Bláskógabyggð Trúmál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira
Það er mjög sérstakt að koma í Skálholt og sjá glæsilegu kirkjuna á staðnum svona drungaleg og ómálaða eins og raun ber vitni. Öll málningin var smúluð af kirkjunni í haust og verður hún máluð upp á nýtt næsta vor. Þá stendur til að skipta um þak kirkjunnar og verða nýjar steinhellur frá Noregi settar á þakið. En mál málanna í Skálholti eru kirkjuklukkurnar uppi í turni en þær hafa nú verið teknar niður af klukkusmið frá Danmörku, sem mun sjá um viðgerð á klukkunum. Kirkjuklukkurnar voru á sínum tíma gjöf frá Norðurlöndunum en það var danska klukkan sem brotnaði með hvelli fyrir tuttugu árum. „Já, það á að endurnýja hér allt, grindurnar líka, sem þær hanga í og verið er að steypa nýja klukku fyrir þá dönsku, sem brotnaði. Hún kemur hingað en þetta er allt saman kostað af Verndarsjóði Skálholtsdómkirkju. Þetta er mikil framkvæmd, sérstaklega vandasamt í sambandi við nýju klukkuna og hvernig hún á að líta út. Við erum búin að finna réttan tón, sem er ekki alveg sjálfgefið og svo settum við á hana áletrun úr Jeseya um að orð guðs varir að eilífu, höfðum það á latínu, svo allir myndu skilja það,“ segir Kristján Björnsson, vígslubiskup. En hversu mikilvægt er að kirkjuklukkur hljómi vel? „Það er bara mjög mikilvægt því annars kemur fólk ekki til messu,“ segir Kristján. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti innan um kirkjuklukkurnar í turni kirkjunnar. Klukkum í turninum verður ekki hringt aftur fyrr en næsta vorMagnús Hlynur Hreiðarsson Kristján segir það mjög sérstakt að kirkjuklukkurnar í Skálholti séu þagnaðar og munu þegja næstu mánuði. Hann hefur helst áhyggjur af því að hann sjálfur gleymi að mæta í messur þegar engar klukkur eru til að minna sig á að mæta. Hann segir að mögulega verði jólin hringdi inn með kirkjuklukku frá 12. öld, sem er inn í kirkjunni sjálfri.
Bláskógabyggð Trúmál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira