Athygli vakti hversu flögnuð málning Freyju var við komuna til landsins þann 6. nóvember.Vilhelm Gunnarsson
Nýjasta varðskip Landhelgisgæslunnar, Freyja, sinnir nú sínu fyrsta verkefni en hún er með flutningaskipið Franciscu í togi áleiðis til Akureyrar.
Í tilkynningu frá Landhelgisgæslu Íslands segir að bilun hafi komið upp í flutningaskipinu og leitað hafi verið til Landhelgisgæslunnar vegna mikillar dráttargetu Freyju. Freyja hafi rúmlega tvöfalt meiri dráttargetu en varðskipið Þór.
Freyja er með flutningaskipið Franciscu í togi til Akureyrar.Aðsend/Guðmundur St. Valdimarsson
Skipin hafi lagt af stað frá Straumsvík um klukkan sjö í kvöld og áætlað sé að þau komist á áfangastað á Akureyri á aðfaranótt mánudags.
Freyja kom til landsins þann 6. nóvember síðastliðinn og fór í sína fyrstu eftirlitsferð fyrr í vikunni.
Landhelgisgæslan birti myndband af undirbúningi verkefnisins á Youtube-síðu sinni og má sjá það í spilaranum hér að neðan.
Varðskipið Freyja, nýjasta fley Landhelgisgæslunar, kom til Reykjavíkur í fyrsta sinn síðdegis eftir siglingu frá heimahöfn sinni á Siglufirði. Þar hafði komu hennar til landsins verið fagnað með viðhöfn á laugardag.
Koma varðskipsins Freyju í flota Landhelgisgæslunnar gjörbreytir björgunar- og öryggismálum Gæslunnar, að mati forstjóra hennar. Skipið muni gegna mikilvægu hlutverki í öryggi á norðurslóðum. Forseti Íslands og margmenni tóku á móti Freyju þegar hún sigldi í heimahöfn sína í fyrsta skipti á Siglufirði í dag.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.