Líklegt að Framsókn fái viðbótarráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 26. nóvember 2021 19:27 Ríkisstjórnarsáttmáli verður kynntur á sunnudag. Stöð 2/Einar Æðstu stofnanir stjórnarflokkanna á milli landsfunda koma saman á morgun þar sem stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar verður kynntur og borin upp til atkvæða. Ráðherrum verður líklega fjölgað um einn og stofnað verður nýtt innviðaráðuneyti. Í stjórnarmyndunarviðræðum fyrri ára hafa leiðtogar stjórnmálaflokkanna oft reynt að fela sig fyrir fjölmiðlum. Þannig hefur það ekki verið í þetta skiptið. Viðræður þremenninganna hafa að mestu átt sér stað í Ráðherrabústaðnum og í dag gengu oddvitar stjórnarflokkanna þaðan út með nýjan stjórnarsáttmála í farteskinu. „Já, við vorum að leggja lokahönd á textann þannig að núna er verið ganga frá honum og lesa hann yfir og fleira sem þarf að gera. Við erum búin að boða okkar fólk, flokksráð, miðstjórnir og hvað þetta heitir; okkar flokksstofnanir til fundar seinnipartinn á morgun,“ segir Katrín. Þegar fyrra ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur var kynnt hinn 30. nóvember 2017 var það skipað fimm ráðherrum Sjálfstæðisflokks, þremur frá Framsóknarflokki og þremur frá Vinstri grænum sem einnig fengu forseta Alþingis í sinn hlut. Þá voru Sjálfstæðismenn með 16 þingmenn, Framsókn 8 og Vinstri græn 11. Eftir síðustu kosningar í september er Sjálfstæðisflokkurinn með 17 þingmenn, Framsóknarflokkurinn 13 og Vinstri græn 8. Sigurður Ingi hlakkar til að kynna nýja stjórn Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur lagt áherslu á að sameina ýmis verkefni í nýju innviðaráðuneyti. Er þetta alveg eins og þú vildir hafa það þegar lagt var af stað? „Það eru þrír í þessu sambandi og öll þurfum við að taka tillit til hvers annars. En heilt yfir finnst mér þetta spennandi og það verður gaman að kynna þetta um helgina,“ segir Sigurður Ingi. Meira fékkst ekki uppgefið um innihald stjórnarsáttmálans. Til að mynda um hvort Sjálfstæðisflokkurinn fái heilbrigðisráðuneytið en formaður Sjálfstæðisflokksins var rétt farinn úr Ráðherrabústaðnum þegar okkur bar að. Það hefur verið talað um fjölgun ráðherra, fjölgar þeim um einn eða tvo? „Það skýrist. En við höfum talað alveg skýrt um að það komi vel til greina,“ segir Sigurður Ingi. Líklega fær Framsóknarflokkurinn einn ráðherra til viðbótar og þá verður að teljast líklegast að embætti forseta Alþingis haldist hjá Vinstri grænum. Þetta kemur allt í ljós eftir þingflokksfundi stjórnarflokkanna á sunnudag þegar stjórnarsáttmálinn verður kynntur opinberlega. „Þessi stjórnarsáttmáli ber þess auðvitað merki að við erum búin að vinna saman í fjögur ár. Það eru ýmsir lærdómar sem hafa verið dregnir af því samstarfi. Annars er best að segja sem minnst þangað til þetta hefur farið í gegnum okkar flokksstofnanir,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Í stjórnarmyndunarviðræðum fyrri ára hafa leiðtogar stjórnmálaflokkanna oft reynt að fela sig fyrir fjölmiðlum. Þannig hefur það ekki verið í þetta skiptið. Viðræður þremenninganna hafa að mestu átt sér stað í Ráðherrabústaðnum og í dag gengu oddvitar stjórnarflokkanna þaðan út með nýjan stjórnarsáttmála í farteskinu. „Já, við vorum að leggja lokahönd á textann þannig að núna er verið ganga frá honum og lesa hann yfir og fleira sem þarf að gera. Við erum búin að boða okkar fólk, flokksráð, miðstjórnir og hvað þetta heitir; okkar flokksstofnanir til fundar seinnipartinn á morgun,“ segir Katrín. Þegar fyrra ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur var kynnt hinn 30. nóvember 2017 var það skipað fimm ráðherrum Sjálfstæðisflokks, þremur frá Framsóknarflokki og þremur frá Vinstri grænum sem einnig fengu forseta Alþingis í sinn hlut. Þá voru Sjálfstæðismenn með 16 þingmenn, Framsókn 8 og Vinstri græn 11. Eftir síðustu kosningar í september er Sjálfstæðisflokkurinn með 17 þingmenn, Framsóknarflokkurinn 13 og Vinstri græn 8. Sigurður Ingi hlakkar til að kynna nýja stjórn Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur lagt áherslu á að sameina ýmis verkefni í nýju innviðaráðuneyti. Er þetta alveg eins og þú vildir hafa það þegar lagt var af stað? „Það eru þrír í þessu sambandi og öll þurfum við að taka tillit til hvers annars. En heilt yfir finnst mér þetta spennandi og það verður gaman að kynna þetta um helgina,“ segir Sigurður Ingi. Meira fékkst ekki uppgefið um innihald stjórnarsáttmálans. Til að mynda um hvort Sjálfstæðisflokkurinn fái heilbrigðisráðuneytið en formaður Sjálfstæðisflokksins var rétt farinn úr Ráðherrabústaðnum þegar okkur bar að. Það hefur verið talað um fjölgun ráðherra, fjölgar þeim um einn eða tvo? „Það skýrist. En við höfum talað alveg skýrt um að það komi vel til greina,“ segir Sigurður Ingi. Líklega fær Framsóknarflokkurinn einn ráðherra til viðbótar og þá verður að teljast líklegast að embætti forseta Alþingis haldist hjá Vinstri grænum. Þetta kemur allt í ljós eftir þingflokksfundi stjórnarflokkanna á sunnudag þegar stjórnarsáttmálinn verður kynntur opinberlega. „Þessi stjórnarsáttmáli ber þess auðvitað merki að við erum búin að vinna saman í fjögur ár. Það eru ýmsir lærdómar sem hafa verið dregnir af því samstarfi. Annars er best að segja sem minnst þangað til þetta hefur farið í gegnum okkar flokksstofnanir,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira