Lífið

Lilja og Vala stukku upp á borð í miðri útsendingu

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Vala Eiríks og Lilja Katrín dönsuðu uppi á borði í Bítinu í dag.
Vala Eiríks og Lilja Katrín dönsuðu uppi á borði í Bítinu í dag. Vísir/Skjáskot

Lilja Katrín, Gulli og Vala í Bítinu á Bylgjunni fóru í lagakeppni þar sem þemað var kraftballöður. Lilja Katrín lofaði að hún myndi dansa uppi á útsendingarborðinu ef hennar lag ynni keppnina.

Hún stóð heldur betur við stóru orðin, áhorfendum til mikillar gleði. Bítið er í sýnt í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi alla morgna.

Lilja klæddi sig strax úr skónum og fór upp á borðið og dansaði þar og söng. Vala stóðst ekki mátið að slást í hópinn. Myndband af uppákomunni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.