Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan hálf sjö.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan hálf sjö. Vísir/Vilhelm

Forseti Íslands vonar að nýju þingi takist betur til við breytingar á stjórnarskránni en á síðasta kjörtímabili. Meirihluti fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins í kjörbréfanefnd leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu í Norðvesturkjördæmi verði samþykkt.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við höldum áfram að fjalla um barnaheimilið Hjalteyri og ræðum við konu sem lýsir hræðilegri reynslu af heimilinu. Hún segist ítrekað hafa verið lokuð inni í kompu án matar og drykkjar auk þess að hafa verið beitt harkalegu líkamlegu ofbeldi.

Ekkert var aðhafst þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar um illa slasaða blóðmeri hér á landi, sem var látin þjást í fjóra daga. Hátt í fjörutíu lítrar af blóði eru teknir úr hryssum á hverju blóðtökutímabili, eða um tuttugu prósent af öllu blóðmagni hennar í hvert skipti. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Þá rýnum við í skiptar skoðanir um mikilvægi námsgreina, kíkjum í ævintýraland á bókasafni í Breiðholti og verðum í hátíðarstemningu í beinni útsendingu frá miðbænum. Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.