Innlent

Aron, Freyja og Andrea vinsælustu nöfnin í fyrra

Samúel Karl Ólason skrifar
Á eftir Andreu og Freyju var Emilía í þriðja sæti yfir nöfn stúlkna sem fæddust 2020.
Á eftir Andreu og Freyju var Emilía í þriðja sæti yfir nöfn stúlkna sem fæddust 2020. Foto: Vilhelm Gunnarsson

Aron var vinsælasta nafn barna sem fæddust á síðasta ári, 2020. 48 drengir voru nefndir Aron. Meðal stúlkna Freyja og Andrea vinsælustu nöfnin en 28 stúlkur voru nefndar Freyja og 28 Andrea.

Þetta kemur fram í nýrri grein á vef Þjóðskrár Íslands en þar má sjá að 37 drengir voru nefndir Alexander, 32 Emil og 31 Kári.

Á eftir Andreu og Freyju var Emilía í þriðja sæti yfir nöfn stúlkna sem fæddust 2020. 26 stúlkur fengu það nafn. 25 stúlkur voru nefndar Bríet, 23 Sara og 21 Anna.

Sé litið til allra Íslendinga eru Jón og Guðrún algengustu eiginnöfnin. Þeim næst eru Sigurður og Guðmundur hjá körlum og hjá konum eru Anna og Kristín í öðru og þriðja sæti.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.