Innlent

Fórnar­lömb of­sókna fái leynd í Þjóð­skrá

Árni Sæberg skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/Vilhelm

Reglugerðarbreyting um leynd í Þjóðskrá er komin í samráðsgátt. Reglugerðinni er ætlað að vernda þá sem þurfa að fara huldu höfði vegna utanaðkomandi hættu, til dæmis vegna ofsókna og eltihrella.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, segir breytinguna felast í því að Þjóðskrá verði heimilt að miðla ekki nafni og eða lögheimili eða aðsetri einstaklings úr þjóðskrá og eða fjölskyldu hans. Hann ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag.

Óski fólk eftir því að upplýsingar þess verði leynilegar þurfi að sækja um það með rökstuddum hætti og leggja fram viðeigandi gögn. Þá segir hann einnig gert ráð fyrir því að lögregla geti sótt um leynd fyrir hönd fólks.

„Þetta er ekki almenn heimild til að hver sem er geti gert þetta, að sjálfsögðu ekki,“ segir Sigurður Ingi.

Um sé að ræða tímabundið úrræði sem gildi í eitt ár í senn ef ekki er óskað eftir breytingu. Þó geti Þjóðskrá framlengt leyndina ef sérstakar aðstæður eru uppi. „Við getum nú alveg ímyndað okkur að slíkar aðstæður geti komið upp, því miður,“ segir hann.

Hlusta má á viðtalið við Sigurð Inga í spilaranum hér að neðan:Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.