„Það var ekki leiðinlegt að sjá að hann var búinn að sjá þetta“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. nóvember 2021 13:30 Sveinn Birkir Björnsson, forstöðumaður markaðssamskipta hjá Íslandsstofu, segir tilviljun ráða því að Zack Mosbergsson líkist Mark Zuckerberg. Ný auglýsing Íslandsstofu hefur vakið töluverða athygli þar sem gert er létt grín að nýjum sýndarveruleikaheimi Mark Zuckerberg. Forstöðumaður markaðssamskipta hjá Íslandsstofu segir viðbrögðin hafa verið vonum framar en auglýsingin hefur meðal annars náð til Zuckerberg, sem tekur vel í grínið. Í auglýsingunni bregður leikarinn Jörundur Ragnarsson sér í hlutverk Zack Mosberssonar og kynnir þar fyrirbærið sem kallast Icelandverse. Á það að vera "raunverulegur raunveruleiki án kjánalegra gleraugna," og er þar ljóst að verið er að skjóta á hið svokallaða metaverse. Sveinn Birkir Björnsson, forstöðumaður markaðssamskipta hjá Íslandsstofu, segir að hugmyndin að auglýsingu hafi fæðst fyrir um viku síðan, á svipuðum tíma og Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, áður Facebook, var með kynningu um nýjan sýndarveruleika. „Við vildum einfaldlega bara sýna fram á að það er hægt að upplifa ótrúlega hluti þótt þú sért ekki í neinum sýndarveruleika. Það eru til ótrúlegir hlutir bara í veruleikanum,“ segir Sveinn. „Viðbrögðin hafa í rauninni verið betri en við þorðum að vona, við áttum kannski von á að þetta myndi hitta í mark hjá ákveðnum hópi en þetta hefur farið miklu víðar en við þorðum að leyfa okkur að vona,“ segir Sveinn. Myndbandið var birt á vef Inspired by Iceland í gærmorgun og hálfum sólarhringi síðar var Mark Zuckerberg sjálfur búinn að sjá myndbandið. „Það var ekki leiðinlegt að sjá að hann var búinn að sjá þetta og við sögðum að hann yrði bara sjálfur að koma til að upplifa Icelandverse,“ segir Sveinn og hlær. „Það mun náttúrulega dreifa þessu enn víðar og er bara skemmtilegur punktur inn í þessa sögu, að hann átti sig á því hvað um ræðir og taki þessu vel.“ Sveinn vill þó ekki meina að karakterinn í auglýsingunni byggi beint á Zuckerberg. „Eins og ég hef svo sem sagt, öll líkindi við persónur, lifandi eða dauðar, er tóm tilviljun,“ segir Sveinn. Þannig þetta er ekki Mark Zuckerberg? „Þetta er Zack Mosbergsson.“ Meta Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Íslandsstofa auglýsir Ísland með gríni á kostnað Zuckerbergs Íslandsstofa hefur birt nýtt myndband undir auglýsingaherferðinni Inspired by Iceland þar sem stólpagrín er gert að nýjum sýndarveruleikaheimi fyrirtækisins Meta, áður Facebook. 11. nóvember 2021 17:49 Vinnan og félagslíf færð í sýndarheima næstu kynslóðar internetsins Í náinni framtíð verður fólki mögulegt að heimsækja vini sína, horfa með þeim á kvikmynd eða fara á tónleika, án þess að fara úr húsi eða standa upp úr sófanum. Einnig verður hægt að fara í göngutúra um fornar borgir og jafnvel aðrar plánetur, skoða söfn eða versla í stafrænum verslunarrýmum þar sem gervigreind sinnir afgreiðslustörfum. 30. október 2021 09:01 Facebook breytir um nafn Samfélagmiðlarisinn Facebook hyggst nú breyta um nafn. Nýja nafnið verður "Meta" en nafnbreytingin er liður í áherslubreytingu fyrirtækisins. 28. október 2021 19:07 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Í auglýsingunni bregður leikarinn Jörundur Ragnarsson sér í hlutverk Zack Mosberssonar og kynnir þar fyrirbærið sem kallast Icelandverse. Á það að vera "raunverulegur raunveruleiki án kjánalegra gleraugna," og er þar ljóst að verið er að skjóta á hið svokallaða metaverse. Sveinn Birkir Björnsson, forstöðumaður markaðssamskipta hjá Íslandsstofu, segir að hugmyndin að auglýsingu hafi fæðst fyrir um viku síðan, á svipuðum tíma og Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, áður Facebook, var með kynningu um nýjan sýndarveruleika. „Við vildum einfaldlega bara sýna fram á að það er hægt að upplifa ótrúlega hluti þótt þú sért ekki í neinum sýndarveruleika. Það eru til ótrúlegir hlutir bara í veruleikanum,“ segir Sveinn. „Viðbrögðin hafa í rauninni verið betri en við þorðum að vona, við áttum kannski von á að þetta myndi hitta í mark hjá ákveðnum hópi en þetta hefur farið miklu víðar en við þorðum að leyfa okkur að vona,“ segir Sveinn. Myndbandið var birt á vef Inspired by Iceland í gærmorgun og hálfum sólarhringi síðar var Mark Zuckerberg sjálfur búinn að sjá myndbandið. „Það var ekki leiðinlegt að sjá að hann var búinn að sjá þetta og við sögðum að hann yrði bara sjálfur að koma til að upplifa Icelandverse,“ segir Sveinn og hlær. „Það mun náttúrulega dreifa þessu enn víðar og er bara skemmtilegur punktur inn í þessa sögu, að hann átti sig á því hvað um ræðir og taki þessu vel.“ Sveinn vill þó ekki meina að karakterinn í auglýsingunni byggi beint á Zuckerberg. „Eins og ég hef svo sem sagt, öll líkindi við persónur, lifandi eða dauðar, er tóm tilviljun,“ segir Sveinn. Þannig þetta er ekki Mark Zuckerberg? „Þetta er Zack Mosbergsson.“
Meta Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Íslandsstofa auglýsir Ísland með gríni á kostnað Zuckerbergs Íslandsstofa hefur birt nýtt myndband undir auglýsingaherferðinni Inspired by Iceland þar sem stólpagrín er gert að nýjum sýndarveruleikaheimi fyrirtækisins Meta, áður Facebook. 11. nóvember 2021 17:49 Vinnan og félagslíf færð í sýndarheima næstu kynslóðar internetsins Í náinni framtíð verður fólki mögulegt að heimsækja vini sína, horfa með þeim á kvikmynd eða fara á tónleika, án þess að fara úr húsi eða standa upp úr sófanum. Einnig verður hægt að fara í göngutúra um fornar borgir og jafnvel aðrar plánetur, skoða söfn eða versla í stafrænum verslunarrýmum þar sem gervigreind sinnir afgreiðslustörfum. 30. október 2021 09:01 Facebook breytir um nafn Samfélagmiðlarisinn Facebook hyggst nú breyta um nafn. Nýja nafnið verður "Meta" en nafnbreytingin er liður í áherslubreytingu fyrirtækisins. 28. október 2021 19:07 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Íslandsstofa auglýsir Ísland með gríni á kostnað Zuckerbergs Íslandsstofa hefur birt nýtt myndband undir auglýsingaherferðinni Inspired by Iceland þar sem stólpagrín er gert að nýjum sýndarveruleikaheimi fyrirtækisins Meta, áður Facebook. 11. nóvember 2021 17:49
Vinnan og félagslíf færð í sýndarheima næstu kynslóðar internetsins Í náinni framtíð verður fólki mögulegt að heimsækja vini sína, horfa með þeim á kvikmynd eða fara á tónleika, án þess að fara úr húsi eða standa upp úr sófanum. Einnig verður hægt að fara í göngutúra um fornar borgir og jafnvel aðrar plánetur, skoða söfn eða versla í stafrænum verslunarrýmum þar sem gervigreind sinnir afgreiðslustörfum. 30. október 2021 09:01
Facebook breytir um nafn Samfélagmiðlarisinn Facebook hyggst nú breyta um nafn. Nýja nafnið verður "Meta" en nafnbreytingin er liður í áherslubreytingu fyrirtækisins. 28. október 2021 19:07
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum