Ósammála Sólveigu og Viðari: „Trúnaðarmennirnir voru að sinna sínum skyldum“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. nóvember 2021 15:49 Drífa og Sólveig Anna þegar Lífskjarasamningurinn var kynntur í apríl 2019. Vísir/Vilhelm Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins (ASÍ), segir að slá beri skjaldborg um trúnaðarmenn. Hún geti ekki tekið undir gagnrýni fráfarandi forystufólks Eflingar í garð trúnaðarmanna skrifstofu félagsins og telur þá hafa verið að sinna sínum skyldum. „Sólveig má eiga það sem hún á. Hún hefur verið afskaplega góður málsvari kvenna og láglaunafólks en hins vegar er það þannig að starfsfólks stéttarfélaga vinnur afskaplega mikilvægt starf og trúnaðarmenn líka og það ber að slá skjaldborg um trúnaðarmenn," segir Drífa í samtali við fréttastofu spurð út í gagnrýni sem trúnaðarmenn Eflingar hafa orðið fyrir af hálfu Sólveigar Önnu Jónsdóttur, sem sagði af sér sem formaður Eflingar og Viðars Þorsteinssonar, sem sagði upp sem framkvæmdastjóri félagsins í kjölfarið. Viðar sagði við Vísi í síðustu viku að framganga trúnaðarmannanna hefði verið óverjandi þegar þeir sendu stjórnendum félagsins ályktun þar sem kvörtunum starfsfólks vinnustaðarins í garð stjórnendanna var komið á framfæri. Viðar lýsti þessu svo: „Ég tel að það að trúnaðarmenn fari fram með þeim hætti sem þarna var gert sé algjörlega óverjandi. Og ég myndi, sem fulltrúi stéttarfélags, aldrei hvetja trúnaðarmenn til þess undir nokkrum kringumstæðum að setja niður á blað grófar, ærumeiðandi og mannorðsdrepandi ásakanir á hendur sínum vinnufélögum." Voru að sinna sínum skyldum Drífa lítur ekki eins á málið: „Þeirra hlutverk er að miðla upplýsingum á milli yfirstjórnar og starfsfólks,“ segir hún. Þannig finnst þér þetta hafa verið óvægin orðræða í garð trúnaðarmannanna? „Trúnaðarmennirnir voru að sinna sínum skyldum að bera á milli óánægju starfsfólks til stjórnenda. Ég lít þannig á það.“ Kjaramál Ólga innan Eflingar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Sjá meira
„Sólveig má eiga það sem hún á. Hún hefur verið afskaplega góður málsvari kvenna og láglaunafólks en hins vegar er það þannig að starfsfólks stéttarfélaga vinnur afskaplega mikilvægt starf og trúnaðarmenn líka og það ber að slá skjaldborg um trúnaðarmenn," segir Drífa í samtali við fréttastofu spurð út í gagnrýni sem trúnaðarmenn Eflingar hafa orðið fyrir af hálfu Sólveigar Önnu Jónsdóttur, sem sagði af sér sem formaður Eflingar og Viðars Þorsteinssonar, sem sagði upp sem framkvæmdastjóri félagsins í kjölfarið. Viðar sagði við Vísi í síðustu viku að framganga trúnaðarmannanna hefði verið óverjandi þegar þeir sendu stjórnendum félagsins ályktun þar sem kvörtunum starfsfólks vinnustaðarins í garð stjórnendanna var komið á framfæri. Viðar lýsti þessu svo: „Ég tel að það að trúnaðarmenn fari fram með þeim hætti sem þarna var gert sé algjörlega óverjandi. Og ég myndi, sem fulltrúi stéttarfélags, aldrei hvetja trúnaðarmenn til þess undir nokkrum kringumstæðum að setja niður á blað grófar, ærumeiðandi og mannorðsdrepandi ásakanir á hendur sínum vinnufélögum." Voru að sinna sínum skyldum Drífa lítur ekki eins á málið: „Þeirra hlutverk er að miðla upplýsingum á milli yfirstjórnar og starfsfólks,“ segir hún. Þannig finnst þér þetta hafa verið óvægin orðræða í garð trúnaðarmannanna? „Trúnaðarmennirnir voru að sinna sínum skyldum að bera á milli óánægju starfsfólks til stjórnenda. Ég lít þannig á það.“
Kjaramál Ólga innan Eflingar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Sjá meira