„Mátti segja hvað sem er um mig“ Þorgils Jónsson skrifar 7. nóvember 2021 14:37 Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, segir að árásir á hana hafi grafið undan henni á skrifstofu félagins. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, segir fáar manneskjur hafa þurft að þola jafn ósvífnar atlögur að persónu sinni og hún. Hún hafi ekki átt neina aðra úrkosti nema að segja af sér eftir að trúverðugleiki hennar skaðaðist. Þetta sagði hún í viðtali við Egil Helgason í Silfrinu á RÚV í dag. „Ég hef verið kölluð þjófur. Að ég hafi verið að ásælast sjóði félagsins til að nota í öðrum tilgangi. Það er bara helber lygi. Hef verið kölluð peð, strengjabrúða og svo framvegis og svo framvegis.“ Hún segir þessar árásir hafi byggt undir ákveðna stemmningu innan skrifstofu Eflingar. „Í vissum hópi starfsfólks ríkti þessi stemmning, að það mætti segja hvað sem er um mig og beita sér gegn mér með grófum hætti. Ég sé eftir því að hafa umborið og látið mig hafa ýmislegt inni á skrifstofunum strax frá fyrsta degi. Vanvirðandi framkomu, ég hef verið hundsuð, persónulegt rými mitt hefur ekki verið virt og svo mætti lengi telja.“ Hún fullyrðir að þarna hafi verið fámennur hópur sem hafi farið svona fram „með ofsakenndum og öfgakenndum hætti“ gegn henni og Viðari Þorsteinssyni framkvæmdastjóra. Ásakanirnar sem bornar hafi verið fram í margræddri ályktun frá trúnaðarmönnum starfsfólks hafi skaðað trúverðugleika hennar og án hans gæti hún ekki staðið í þessari baráttu. „Hvernig ætti ég að geta, eins og ég hef gert non-stop mjög lengi farið og staðið við hlið ómissandi láglaunakvenna í umönnunarstörfum í þeirra baráttu, ef það væri alltaf hægt að segja við mig og þessar manneskjur: „Þarna kemur þessi með aftökulistann og ógnarstjórnina. Þessi klikkaða, þessi vonda.“ Það gefur auga leið að þetta myndi ekki ganga upp.“ Atburðarás síðustu viku sýni að hún hafi haft rétt fyrir sér. Aðspurð um framhaldið hjá henni, hvort hún hyggist bjóða sig aftur fram í kosningum í félaginu í mars næstkomandi, gaf hún ekkert út um það. Hún hafi sigrað með yfirburðum síðast og náð góðum árangri fyrir sitt félagsfólk. Hún gæti þó ekkert rætt um framhaldið á þessum tímapunkti. „Ég ætla að fá að vinna mig í gegnum þetta, gefa mér þann tíma sem ég þarf í það og halda áfram að gera það sem ég er að gera, að svara þessum fjölda skilaboða sem ég er að fá frá félagsfólki Eflingar, frá þeim stóra hópi kvenna sem ég hef starfað með.“ Vinnumarkaður Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Þetta sagði hún í viðtali við Egil Helgason í Silfrinu á RÚV í dag. „Ég hef verið kölluð þjófur. Að ég hafi verið að ásælast sjóði félagsins til að nota í öðrum tilgangi. Það er bara helber lygi. Hef verið kölluð peð, strengjabrúða og svo framvegis og svo framvegis.“ Hún segir þessar árásir hafi byggt undir ákveðna stemmningu innan skrifstofu Eflingar. „Í vissum hópi starfsfólks ríkti þessi stemmning, að það mætti segja hvað sem er um mig og beita sér gegn mér með grófum hætti. Ég sé eftir því að hafa umborið og látið mig hafa ýmislegt inni á skrifstofunum strax frá fyrsta degi. Vanvirðandi framkomu, ég hef verið hundsuð, persónulegt rými mitt hefur ekki verið virt og svo mætti lengi telja.“ Hún fullyrðir að þarna hafi verið fámennur hópur sem hafi farið svona fram „með ofsakenndum og öfgakenndum hætti“ gegn henni og Viðari Þorsteinssyni framkvæmdastjóra. Ásakanirnar sem bornar hafi verið fram í margræddri ályktun frá trúnaðarmönnum starfsfólks hafi skaðað trúverðugleika hennar og án hans gæti hún ekki staðið í þessari baráttu. „Hvernig ætti ég að geta, eins og ég hef gert non-stop mjög lengi farið og staðið við hlið ómissandi láglaunakvenna í umönnunarstörfum í þeirra baráttu, ef það væri alltaf hægt að segja við mig og þessar manneskjur: „Þarna kemur þessi með aftökulistann og ógnarstjórnina. Þessi klikkaða, þessi vonda.“ Það gefur auga leið að þetta myndi ekki ganga upp.“ Atburðarás síðustu viku sýni að hún hafi haft rétt fyrir sér. Aðspurð um framhaldið hjá henni, hvort hún hyggist bjóða sig aftur fram í kosningum í félaginu í mars næstkomandi, gaf hún ekkert út um það. Hún hafi sigrað með yfirburðum síðast og náð góðum árangri fyrir sitt félagsfólk. Hún gæti þó ekkert rætt um framhaldið á þessum tímapunkti. „Ég ætla að fá að vinna mig í gegnum þetta, gefa mér þann tíma sem ég þarf í það og halda áfram að gera það sem ég er að gera, að svara þessum fjölda skilaboða sem ég er að fá frá félagsfólki Eflingar, frá þeim stóra hópi kvenna sem ég hef starfað með.“
Vinnumarkaður Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira