Innlent

Freyja kemur til landsins eftir langa bið

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Varðskipið Freyja mun leggjast að bryggju á Siglufirði seinna í dag.
Varðskipið Freyja mun leggjast að bryggju á Siglufirði seinna í dag. Landhelgisgæslan

Varðskipið Freyja mun koma í höfn á Siglufirði á hádegi í dag. Það verður í fyrsta sinn sem skipið leggst að bryggju í íslenskri lögsögu. 

Áhöfn varðskipsins Freyju lagði af stað frá Rotterdam til Íslands á þriðjudag. Skipið kom inn í efnahagslögsöguna á hádegi í gær og sigldi svo inn í íslenska landhelgi laust fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Freyja mun loks leggjast að bryggju á Siglufirði klukkan 13:30 í dag í fylgd varðskipsins Týs, þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarskipsins Sigurvins. 

Áhöfn Freyju var skimuð fyrir Covid-19 í gær.Landhelgisgæslan

Fyrsta æfing áhafnar Freyju og þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar fór fram í gær þegar skipið var austur af landinu. Áhfönin tók á móti sigmanni og lækni þyrlunnar á þilfari skipsins sem framkvæmdu PCR-próf á áhöfninni, áður en hún fer í land á Siglufirði. Samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni fór æfingin vel fram.

Við komuna til Siglufjarðar verður þremur púðurskotum skotið úr fallbyssu skipinu til heiðurs. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Elías Pétursson bæjarstjóri Fjallabyggðar og  Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar verða meðal þeirra sem taka á móti skipinu þegar það kemur til hafnar í dag. 

Sjá má myndir frá æfingu Freyju og þyrlusveitarinnar í gær hér fyrir neðan. 

Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug austur fyrir land til að hitta fyrir varðskipið Freyju.Landhelgisgæslan
Fyrstu kynni þyrlusveitarinnar og Freyju.Landhelgisgæslan

Áhöfn Freyju tók á móti sigmanni þyrlusveitarinnar.Landhelgisgæslan

Friðrik Höskuldsson færir til bókar þegar Freyja siglir inn í íslenska landhelgi í fyrsta sinn.Landhelgisgæslan

Læknir og sigmaður Landhelgisgæslunnar fóru um borð í Freyju til að taka sýni fyrir Covid-19 úr áhöfn skipsins.Landhelgisgæslan


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.