Lífið

Kim Kardashian og Pete Davidson saman á Staten Island

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Pete Davidson og KIm Kardashian unnu saman að SNL þætti á dögunum.
Pete Davidson og KIm Kardashian unnu saman að SNL þætti á dögunum. SNL

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er í New York þessa stundina og dvelur á RItz-Carlton hótelinu á Manhattan. Í gær fór hún út að borða á Staten Island með Pete Davidson.

TMZ sagði fyrstur miðla frá stefnumótinu, sem fór fram á veitingastaðnum Campania. Samkvæmt TMZ fóru þau inn bakdyramegin en tókst þó ekki að forðast að sjást saman.

Þau borðuðu saman pasta og pítsu, fyrir þá sem voru að velta því fyrir sér. Samkvæmt slúðurmiðlinum Page Six borðuðu þau á þakinu og hafði Pete verið búinn að bóka þetta allt saman fyrir fram.

Stjörnurnar voru myndaðar haldast í hendur í rússíbana í síðustu viku en sögusagnir um hugsanlegt samband þeirra voru fljótt þaggaðar niður og þau sögð aðeins vinir. Nú virðast þau allavega vera að eyða meiri tíma saman og fjölmiðlar vestanhafs eru mjög áhugasamir um þróunina.

Kim eyddi viku með Pete á dögunum þegar hún var þáttastjórnandi SNL á dögunum og kysstust þau í einu atriðinu, þegar þau léku Jasmín og Alladin. Skilnaður Kim og Ye, áður Kanye West, er frágengin. Pete hefur verið á lausu síðustu misseri en hann hefur áður verið að hitta þekktar konur eins og Kaiu Gerber, Ariönu Grande, Kate Beckinsale og fleiri.


Tengdar fréttir

Kim Kardashian orðuð við „Good Luck Chuck“ Hollywood

„Það voru svo margar sögur í vikunni, ég þurfti alveg að sleppa helling en ég sleppi ekki Kim Kardashian og Pete Davidson. Það fór bara eins og eldur í sinu. Þetta var crazy,“ segir Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir, sem fór yfir allt það heitasta úr heimi fræga fólksins vestanhafs í Brennslutei vikunnar í morgun.

Kampakát Kim kom á óvart í SNL

Kim Kardashian West þykir hafa staðið sig merkilega vel í Saturday Night Live um helgina. Hún var fengin til að stýra þættinum og gerði hún meðal annars stólpagrín að sjálfri sér og fjölskyldu sinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.