Lífið

Kristen Stewart trúlofuð

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Leikkonan Kirsten Stewart segir að brúðkaupið muni fara fram í Los Angeles.
Leikkonan Kirsten Stewart segir að brúðkaupið muni fara fram í Los Angeles. Getty/ Amy Sussman

Leikkonan Kristen Stewart er á leið upp að altarinu. Hún tilkynnti í viðtali í þætti hjá Howard Stern í gær að hún væri að fara að giftast Dylan Meyer. 

„Við ætlum að gifta okkur, við erum algjörlega að fara að gera það,“ sagði Stewart meðal annars í viðtalinu. Samkvæmt frétt CNN vildi leikkonan láta biðja sín og fékk hún þann draum uppfylltan. Brúðkaupið mun fara fram í Los Angeles.

Stewart og Dylan kynntust fyrst á kvikmyndasetti fyrir átta árum síðan en byrjuðu þó ekki að hittast fyrr en nokkrum árum síðar. Þær hafa verið par frá því í ágúst árið 2019, eftir að Stewart endaði samband sitt við fyrirsætuna Stellu Maxwell.

Parið hefur þekkst í mörg ár.Getty/ MEGA

Dylan skrifaði og framleiddi meðal annars Netflix myndina XOXO. Stewart skaust upp á stjörnuhimininn fyrir hlutverk sitt í Twilight myndunum en nú síðast fór hún með hlutverk Díönu prinsessu í kvikmyndinni Spencer sem væntanleg er í þessum mánuði.  Hún hefur nú þegar fengið mikið lof fyrir leik sinn og verið orðuð við Óskarsverðlaun. 


Tengdar fréttir

Stikla úr mynd um Díönu lítur dagsins ljós

Fyrsta stiklan fyrir bíómyndina Spencer, kvikmynd sem byggð er á lífi Díönu prinsessu, kom út í dag. Stiklan hefur vakið heilmikla athygli og hafa rúmlega þrjár milljónir manna horft á stikluna á YouTube rás NEON.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×