„Nú kemst upp um mig að ég veit ekkert hvað ég er að gera“ Stefán Árni Pálsson skrifar 2. nóvember 2021 10:31 Berglind Ósk starfar sem forritari. Loddaralíðan er ástand sem mörg okkar þekkja hugsanlega án þess að gera okkur grein fyrir því að yfir það sé til heiti, og að mörgum ef ekki flestum í kringum okkur hefur liðið eins. Loddaralíðan er þýðinga Berglindar Óskar Bergsdóttur á enska hugtakinu imposter syndrome. Hún hefur nú skrifað bókina Loddaralíðan og haldið fyrirlestra víða um þessa tilfinningu sem margir kannast við. „Loddaralíðan er að finnast maður ekki eins klár og allir í kringum mann halda og vera alltaf að óttast um að það sé að komast upp um mann. Líðan er þrátt fyrir að maður nær árangri og sé að ganga vel þá er alltaf þessi ótti. Ég sé þetta fyrst fyrir fimm til sex árum þegar ég var að ná mér upp úr kulnun. Ég er forritari og rakst á þetta að þetta væri algengt í hugbúnaðarbransanum og tengdi rosalega við þetta. Það var strax mjög gott að vita til þess að ég væri ekki ein um að líða svona.“ Algjör vítahringur Berglind segir að það fyrsta sem fólk gerir þegar það upplifir eins og það sé ekki að standa sig nægilega vel er að vinna nægilega mikið til að ná að afkasta meira. „Svo verður þetta svo mikill vítahringur. Maður nær kannski að klára eitthvað en maður hugsar svo alltaf að maður hafi bara getað þetta því maður vann svo mikið. Það skiptir í rauninni ekki máli hvað maður gerir, maður brenglast bara í hausnum á sér finnst manni aldrei nægilega klár.“ Hún segir að loddaralíðan virðist vera algengari hjá konum en körlum. „Ein ástæða fyrir því er að um leið og maður er í minnihluta á vinnustað er maður líklegri til að upplifa þessar tilfinningar. Ég kem úr forritun og tölvunarfræði og þar eru konur einmitt í miklum minnihluta. Svo eru konur oft með meiri fullkomnunaráráttu og finnast þær þurfa vita allt 110 prósent til að þykjast vita eitthvað en karlmenn kannski bara sjötíu prósent til að geta sagst vita eitthvað. Auðvitað er þetta ekkert algilt og ég hef alveg heyrt í fullt af strákum sem hafa upplifað þetta en þetta er klárlega algengara, dýpra og kannski meira viðvarandi hjá konum.“ Berglind segist til að mynda oft hafa ímyndað sér að þegar menn gengu inn í fundarherbergi væru þeir að fara ræða hvað hún væri ekki að standa sig nægilega vel og í kjölfarið yrði hún rekin. „Það er þessi ótti, nú kemst upp um mig að ég veit ekkert hvað ég er að gera,“ segir Berglind en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fagna tíu árum af ást Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Fleiri fréttir Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Sjá meira
Loddaralíðan er þýðinga Berglindar Óskar Bergsdóttur á enska hugtakinu imposter syndrome. Hún hefur nú skrifað bókina Loddaralíðan og haldið fyrirlestra víða um þessa tilfinningu sem margir kannast við. „Loddaralíðan er að finnast maður ekki eins klár og allir í kringum mann halda og vera alltaf að óttast um að það sé að komast upp um mann. Líðan er þrátt fyrir að maður nær árangri og sé að ganga vel þá er alltaf þessi ótti. Ég sé þetta fyrst fyrir fimm til sex árum þegar ég var að ná mér upp úr kulnun. Ég er forritari og rakst á þetta að þetta væri algengt í hugbúnaðarbransanum og tengdi rosalega við þetta. Það var strax mjög gott að vita til þess að ég væri ekki ein um að líða svona.“ Algjör vítahringur Berglind segir að það fyrsta sem fólk gerir þegar það upplifir eins og það sé ekki að standa sig nægilega vel er að vinna nægilega mikið til að ná að afkasta meira. „Svo verður þetta svo mikill vítahringur. Maður nær kannski að klára eitthvað en maður hugsar svo alltaf að maður hafi bara getað þetta því maður vann svo mikið. Það skiptir í rauninni ekki máli hvað maður gerir, maður brenglast bara í hausnum á sér finnst manni aldrei nægilega klár.“ Hún segir að loddaralíðan virðist vera algengari hjá konum en körlum. „Ein ástæða fyrir því er að um leið og maður er í minnihluta á vinnustað er maður líklegri til að upplifa þessar tilfinningar. Ég kem úr forritun og tölvunarfræði og þar eru konur einmitt í miklum minnihluta. Svo eru konur oft með meiri fullkomnunaráráttu og finnast þær þurfa vita allt 110 prósent til að þykjast vita eitthvað en karlmenn kannski bara sjötíu prósent til að geta sagst vita eitthvað. Auðvitað er þetta ekkert algilt og ég hef alveg heyrt í fullt af strákum sem hafa upplifað þetta en þetta er klárlega algengara, dýpra og kannski meira viðvarandi hjá konum.“ Berglind segist til að mynda oft hafa ímyndað sér að þegar menn gengu inn í fundarherbergi væru þeir að fara ræða hvað hún væri ekki að standa sig nægilega vel og í kjölfarið yrði hún rekin. „Það er þessi ótti, nú kemst upp um mig að ég veit ekkert hvað ég er að gera,“ segir Berglind en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fagna tíu árum af ást Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Fleiri fréttir Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Sjá meira