Sport

Dagskráin í dag: Subway-deildin, Olís-deildin og golf

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Njarðvíkingar heimsækja KR-inga í Subway-deild karla í kvöld.
Njarðvíkingar heimsækja KR-inga í Subway-deild karla í kvöld. vísir/bára

Sportrásir Stöðvar 2 Sport bjóða upp á nokkuð þéttan pakka á þessum ágæta föstudegi, en alls verður boðið upp á átta beinar útsendingar.

Golfið ríður á vaðið. Klukkan 14:00 heldur Dubai Moonlight Classic áfram á Stöð 2 Golf, en það er hluti af LET-mótaröðinni.

Bermuda Championshið tekursvo við á Stöð 2 Golf klukkan 17:30, en það er hluti af PGA-mótaröðinni.

Klukkan 17:50 hefst útsending frá viðureign Fram og ÍBV í Olís-deild karla í handbolta á Stöð 2 Sport og klukkan 19:30 eigast FH og KA við á Stöð 2 Sport 4.

Enska 1. deildin lætur sig ekki vanta, en QPR og Nottingham Forest eigast við á Stöð 2 Sport 2 klukkan 18:40.

Klukkan 20:00 er viðureign KR og Njarðvíkur á dagskrá á Stöð 2 Sport í Subway-deild karla, en að þeim leik loknum er Subway Körfuboltakvöld á dagskrá þar sem að sérfræðingarnir fara yfir allt það helsta úr fjórðu umferð deildarinnar.

Vodafonedeildin í CS:GO er svo á sínum stað á Stöð eSport klukkan 20:15.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×