Undir stöðugu eftirliti og færðir í dómsal í lögreglubíl með ferðasalerni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2021 13:06 Umboðsmaður Alþingis gerir margvíslegar athugasemdir við aðstöðuna hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis gerir margvíslegar athugasemdir við húsnæði lögreglunnar á Suðurnesjum og verklag í tengslum við vistun þeirra sem eru grunaðir um að flytja fíkniefni innvortis hingað til lands. Dæmi er um að slíkir einstaklingur hafi dvalið í sérútbúnum fangaklefa í tuttugu daga og eru þeir undir stöðugu eftirliti við allar athafnir sínar. Umboðsmaður Alþingis hefur birt skýrslur sem eru hluti af OPCAT-eftirliti með fangageymslum lögreglustjórans á Suðurnesjum og hins vegar varðstofu á Keflavíkurflugvelli. OPCAT-eftirlitið beinist að stöðum þar sem einstaklingar eru eða kunna að vera sviptir frelsi sínu. Sem hluti af efirlitinu fór umboðsmaður og starfsmenn á vegum embættisins í vettvangsferð um húsnæði lögreglunnar á Suðurnesjum. Undir stöðugu eftirliti og staðið yfir þeim í klósettferðum „Í heimsókn umboðsmanns í fangageymslur hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum staldraði hann meðal annars við þá aðstöðu sem fólki er búin þegar það er vistað vegna gruns um að vera með fíkniefni innvortis. Meðan á vistun þess stendur er það undir stöðugu eftirliti lögreglumanna við allar athafnir, þar á meðal við salernisferðir,“ segir á vef Umboðsmanns. Þar er bent á að slíkri vistun hafi þó ekki verið búin sérstök umgjörð í lögum eða reglugerðum. Þá hafi heilbrigðisstarfsmenn ekki sérstaka aðkomu að eftirliti með viðkomandi. Dæmi er þess að vistun hafi varað í þrjár vikur í klefa sem er sérútbúinn í þessum tilgangi. Í skýrslunni er verklaginu í tengslum við vistun þeirra sem grunaðir eru um að vera með fíkniefni innvortis lýst. Umræddur klefi. Þar kemur fram að viðkomandi dvelji í sérútbúnum klefa allan þann tíma sem hann er undir eftirliti, eða þangað til efnin skili sér úr líkama viðkomandi. Hinn sérútbúni klefi er útbúinn þannig að á honum er bæði hefðbundin hurð og rimlahurð. Rimlahurðinni er lokað svo að lögreglumaður geti fylgst með viðkomandi. Inni í klefanum er salerni á palli. Salernið sést ekki frá dyrunum en er vaktað með myndvöktun auk þess sem að spegill beinist að því. Staðið er yfir hinum handtekna á meðan þeir nota salernið. Í skýrslunni segir að starfsmenn telji það sérstaklega íþyngjandi fyrir mann að vera vistaður í umræddum klefa. Lögreglubíll útbúin ferðasalerni Sem fyrr segir dvelja þeir sem eru grunaðir í umræddum klefa þangað til efnin skila sér, sem yfirleitt tekur einn til þrjá sólarhringa. Ef viðbúið er að það taki meira en sólarhring er farið með viðkomandi fyrir dómara þar sem farið er fram á gæsluvarðhaldúrskurð. Lögreglan á Suðurnesjum sinnir meðal annars löggæslu á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm Í skýrslunni kemur fram að í þeim tilvikum sé viðkomandi fluttur í dómsal í stórum lögreglubíl með ferðasalerni aftur í, bíllinn stöðvaður ef hinn handtekni þarf að nota salernið. Farið er sérstaklega með hann út í bílinn aftur ef viðkomandi þarf að nota salerni en er ekki nálægt því á þeirri stundu. Tekið er fram að í viðtölum við starfsfólk hafi komið fram að þetta þætti hinum handteknu vera niðurlægjandi. Aðbúnaður í fangageymslunum almennt ekki fullnægjandi Umboðsmaður bendir bæði dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóra á að almennt sé aðbúnaðurinn í fangageymslunum ekki fullnægjandi til að vista neinn þar lengur en í sólarhring. Þá er þeirri ábendingu komið á framfæri við dómsmálaráðherra að skoða hvort hægt sé að nota fjarfundarbúnað í þeim tilvikum sem þörf er á að einstaklingur grunaður um að vera með fíkniefni innvortis verði úrskurðaður í gæsluvarðhald, svo komast megi hjá því að nota lögreglubílinn með ferðasalerninu. Umboðsmaður fylgist áfram með þróun þessara mála og óskar eftir því að þau stjórnvöld sem hlut eiga að máli geri grein fyrir viðbrögðum sínum fyrir 1. mars 2022. Skýrslurnar tvær má lesa hér og hér. Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur birt skýrslur sem eru hluti af OPCAT-eftirliti með fangageymslum lögreglustjórans á Suðurnesjum og hins vegar varðstofu á Keflavíkurflugvelli. OPCAT-eftirlitið beinist að stöðum þar sem einstaklingar eru eða kunna að vera sviptir frelsi sínu. Sem hluti af efirlitinu fór umboðsmaður og starfsmenn á vegum embættisins í vettvangsferð um húsnæði lögreglunnar á Suðurnesjum. Undir stöðugu eftirliti og staðið yfir þeim í klósettferðum „Í heimsókn umboðsmanns í fangageymslur hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum staldraði hann meðal annars við þá aðstöðu sem fólki er búin þegar það er vistað vegna gruns um að vera með fíkniefni innvortis. Meðan á vistun þess stendur er það undir stöðugu eftirliti lögreglumanna við allar athafnir, þar á meðal við salernisferðir,“ segir á vef Umboðsmanns. Þar er bent á að slíkri vistun hafi þó ekki verið búin sérstök umgjörð í lögum eða reglugerðum. Þá hafi heilbrigðisstarfsmenn ekki sérstaka aðkomu að eftirliti með viðkomandi. Dæmi er þess að vistun hafi varað í þrjár vikur í klefa sem er sérútbúinn í þessum tilgangi. Í skýrslunni er verklaginu í tengslum við vistun þeirra sem grunaðir eru um að vera með fíkniefni innvortis lýst. Umræddur klefi. Þar kemur fram að viðkomandi dvelji í sérútbúnum klefa allan þann tíma sem hann er undir eftirliti, eða þangað til efnin skili sér úr líkama viðkomandi. Hinn sérútbúni klefi er útbúinn þannig að á honum er bæði hefðbundin hurð og rimlahurð. Rimlahurðinni er lokað svo að lögreglumaður geti fylgst með viðkomandi. Inni í klefanum er salerni á palli. Salernið sést ekki frá dyrunum en er vaktað með myndvöktun auk þess sem að spegill beinist að því. Staðið er yfir hinum handtekna á meðan þeir nota salernið. Í skýrslunni segir að starfsmenn telji það sérstaklega íþyngjandi fyrir mann að vera vistaður í umræddum klefa. Lögreglubíll útbúin ferðasalerni Sem fyrr segir dvelja þeir sem eru grunaðir í umræddum klefa þangað til efnin skila sér, sem yfirleitt tekur einn til þrjá sólarhringa. Ef viðbúið er að það taki meira en sólarhring er farið með viðkomandi fyrir dómara þar sem farið er fram á gæsluvarðhaldúrskurð. Lögreglan á Suðurnesjum sinnir meðal annars löggæslu á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm Í skýrslunni kemur fram að í þeim tilvikum sé viðkomandi fluttur í dómsal í stórum lögreglubíl með ferðasalerni aftur í, bíllinn stöðvaður ef hinn handtekni þarf að nota salernið. Farið er sérstaklega með hann út í bílinn aftur ef viðkomandi þarf að nota salerni en er ekki nálægt því á þeirri stundu. Tekið er fram að í viðtölum við starfsfólk hafi komið fram að þetta þætti hinum handteknu vera niðurlægjandi. Aðbúnaður í fangageymslunum almennt ekki fullnægjandi Umboðsmaður bendir bæði dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóra á að almennt sé aðbúnaðurinn í fangageymslunum ekki fullnægjandi til að vista neinn þar lengur en í sólarhring. Þá er þeirri ábendingu komið á framfæri við dómsmálaráðherra að skoða hvort hægt sé að nota fjarfundarbúnað í þeim tilvikum sem þörf er á að einstaklingur grunaður um að vera með fíkniefni innvortis verði úrskurðaður í gæsluvarðhald, svo komast megi hjá því að nota lögreglubílinn með ferðasalerninu. Umboðsmaður fylgist áfram með þróun þessara mála og óskar eftir því að þau stjórnvöld sem hlut eiga að máli geri grein fyrir viðbrögðum sínum fyrir 1. mars 2022. Skýrslurnar tvær má lesa hér og hér.
Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira