Fara í hvert einasta atvinnuhúsnæði og kortleggja búsetu fólks Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. október 2021 11:59 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm Fulltrúar slökkviliðs munu á næstu mánuðum fara í hvert einasta atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og kortleggja búsetu fólks. Ráðist er í verkefnið í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg og slökkviliðsstjóri segir markmiðið að tryggja öryggi þeirra sem búa í slíku húsnæði. Fulltrúar slökkviliðs verða þó ekki einir á ferðinni þar sem um er að ræða víðtækt samstarfsverkefni sem Alþýðusamband Íslands og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun koma meðal annars að. Hópur eftirlitsfulltrúa mun fara í atvinnuhúsnæði og ræða við fólk sem þar er búsett um ástand brunavarna og félagslegar aðstæður þess. Þannig verður hægt að kortleggja hvar, hversu margir og við hvaða aðstæður fólkið býr. Þetta er liður í úrbótatillögum stjórnvalda sem settar voru fram kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg í fyrra þar sem þrjú létust. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir verkefnið afar mikilvægt. „Maður skynjar að það sé vilji hjá stjórnvöldum að huga að breytingum á lögum og reglugerðum þannig að við getum beitt okkur betur í að tryggja öryggi þeirra sem búa hér á landi. Það hafa verið ákveðnir öruðgleikar í því að geta gengið fram með nægilega beinskeittum hætti,“ segir Jón Viðar. Þrjú létust í brunanum sem kom upp í húsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. Í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um brunann kom fram að brunavarnir hafi ekki verið í samræmi við lög.vísir/Vilhelm Með þessu eigi að fást yfirsýn áður en næstu skref verða stigin. Búseta fólks í atvinnuhúsnæði hefur áður verið kortlögð en Jón Viðar segir það ekki hafa verið gert með svo markvissum hætti. Árið 2017 reyndust um þrjú til fjögur hundruð búa í atvinnuhúsnæði og Jón Viðar telur að mögulega hafi fjölgað í hópnum. „Í mínum huga er ekkert hægt að banna fólki að búa í atvinnuhúsnæði, hverfin eru bara að þróast. En löggjöfin okkar og kerfin okkar eru ekki að tala í takt við raunveruleikann. Þess vegna þurfum við að breyta löggjöfinni og reglugerðum þannig það tali við það sem er að gerast í samfélaginu. Og þá höfum við meiri og betri úrræði til að tryggja að þeir sem búa í atvinnuhúsnæði búi við sama öryggi og þeir sem búa í íbúð,“ segir Jón Viðar. Gert er ráð fyrir að kortlagningin taki um þrjá mánuði og gæti niðurstöðu verið að vænta eftir um fjóra mánuði. Vefsíðan Home Safety hefur verið sett í loftið sem hluti af kynningarefni verkefnisins og er þar hægt að nálgast upplýsingar um það á sex tungumálum. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Húsnæðismál Slysavarnir Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Fulltrúar slökkviliðs verða þó ekki einir á ferðinni þar sem um er að ræða víðtækt samstarfsverkefni sem Alþýðusamband Íslands og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun koma meðal annars að. Hópur eftirlitsfulltrúa mun fara í atvinnuhúsnæði og ræða við fólk sem þar er búsett um ástand brunavarna og félagslegar aðstæður þess. Þannig verður hægt að kortleggja hvar, hversu margir og við hvaða aðstæður fólkið býr. Þetta er liður í úrbótatillögum stjórnvalda sem settar voru fram kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg í fyrra þar sem þrjú létust. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir verkefnið afar mikilvægt. „Maður skynjar að það sé vilji hjá stjórnvöldum að huga að breytingum á lögum og reglugerðum þannig að við getum beitt okkur betur í að tryggja öryggi þeirra sem búa hér á landi. Það hafa verið ákveðnir öruðgleikar í því að geta gengið fram með nægilega beinskeittum hætti,“ segir Jón Viðar. Þrjú létust í brunanum sem kom upp í húsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. Í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um brunann kom fram að brunavarnir hafi ekki verið í samræmi við lög.vísir/Vilhelm Með þessu eigi að fást yfirsýn áður en næstu skref verða stigin. Búseta fólks í atvinnuhúsnæði hefur áður verið kortlögð en Jón Viðar segir það ekki hafa verið gert með svo markvissum hætti. Árið 2017 reyndust um þrjú til fjögur hundruð búa í atvinnuhúsnæði og Jón Viðar telur að mögulega hafi fjölgað í hópnum. „Í mínum huga er ekkert hægt að banna fólki að búa í atvinnuhúsnæði, hverfin eru bara að þróast. En löggjöfin okkar og kerfin okkar eru ekki að tala í takt við raunveruleikann. Þess vegna þurfum við að breyta löggjöfinni og reglugerðum þannig það tali við það sem er að gerast í samfélaginu. Og þá höfum við meiri og betri úrræði til að tryggja að þeir sem búa í atvinnuhúsnæði búi við sama öryggi og þeir sem búa í íbúð,“ segir Jón Viðar. Gert er ráð fyrir að kortlagningin taki um þrjá mánuði og gæti niðurstöðu verið að vænta eftir um fjóra mánuði. Vefsíðan Home Safety hefur verið sett í loftið sem hluti af kynningarefni verkefnisins og er þar hægt að nálgast upplýsingar um það á sex tungumálum.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Húsnæðismál Slysavarnir Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent