Hanna María og Ólafur Örn nýir heiðursfélagar Leikfélags Reykjavíkur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. október 2021 13:37 Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri, Ólafur Örn Thoroddsen, Hanna María Karlsdóttir og Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður Leikfélags Reykjavíkur. LR Listamennirnir Hanna María Karlsdóttir og Ólafur Örn Thoroddsen voru gerð að nýjum heiðursfélögum Leikfélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins í gær. Í tilkynningu segir að þau hafi bæði verið mikilvægir þátttakendur og áhrifavaldar í sögu Leikfélags Reykjavíkur. Ferill Hönnu Maríu hjá Leikfélaginu spannar hátt í fjóra áratugi og á þeim tíma lék hún yfir 75 hlutverk m.a. í Jóa, Djöflaeyjunni, Þrúgum reiðinnar, Dómínó, Mávahlátri, Öndvegiskonum auk þess sem hún leikstýrði einleiknum Sigrúnu Ástrós sem gekk í þrjú leikár á Litla sviði Borgarleikhússins. Hanna María hlaut Grímuna sem besta leikkona í aðalhlutverki árið 2005 fyrir hlutverk sitt í Héra Hérasyni og tilnefningu fyrir hlutverk sitt í Degi vonar 2007. Ólafur Örn var um langt skeið einn af hornsteinum Borgarleikhússins og einn helsti hljóðhönnuður Leikfélags Reykjavíkur. Hann réðst til Leikfélags Reykjavíkur við opnun Borgarleikhússins árið 1989. Fyrsta verkefni hans þar var hljóðhönnun í verki Ólafs Hauks Símonarsonar, Kjöt, í janúar 1990 en síðan þá hefur hann unnið við fjölda sýninga hússins og má þar nefna Einhver í dyrunum, Öndvegiskonur, Boðorðin 9, Híbýli vindanna, Woyzeck, Ófagra veröld, Amadeus, Dauðasyndirnar, Harry og Heimir, Nei ráðherra, Jesú litli og Hús Bernhörðu Alba, en fyrir þá sýningu var Ólafur tilnefndur til Grímunnar fyrir hljóðhönnun. Borgarleikhúsið óskar Hönnu Maríu og Ólafi til hamingju með nafnbótina,“ segir í tilkynningunni. Menning Leikhús Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í tilkynningu segir að þau hafi bæði verið mikilvægir þátttakendur og áhrifavaldar í sögu Leikfélags Reykjavíkur. Ferill Hönnu Maríu hjá Leikfélaginu spannar hátt í fjóra áratugi og á þeim tíma lék hún yfir 75 hlutverk m.a. í Jóa, Djöflaeyjunni, Þrúgum reiðinnar, Dómínó, Mávahlátri, Öndvegiskonum auk þess sem hún leikstýrði einleiknum Sigrúnu Ástrós sem gekk í þrjú leikár á Litla sviði Borgarleikhússins. Hanna María hlaut Grímuna sem besta leikkona í aðalhlutverki árið 2005 fyrir hlutverk sitt í Héra Hérasyni og tilnefningu fyrir hlutverk sitt í Degi vonar 2007. Ólafur Örn var um langt skeið einn af hornsteinum Borgarleikhússins og einn helsti hljóðhönnuður Leikfélags Reykjavíkur. Hann réðst til Leikfélags Reykjavíkur við opnun Borgarleikhússins árið 1989. Fyrsta verkefni hans þar var hljóðhönnun í verki Ólafs Hauks Símonarsonar, Kjöt, í janúar 1990 en síðan þá hefur hann unnið við fjölda sýninga hússins og má þar nefna Einhver í dyrunum, Öndvegiskonur, Boðorðin 9, Híbýli vindanna, Woyzeck, Ófagra veröld, Amadeus, Dauðasyndirnar, Harry og Heimir, Nei ráðherra, Jesú litli og Hús Bernhörðu Alba, en fyrir þá sýningu var Ólafur tilnefndur til Grímunnar fyrir hljóðhönnun. Borgarleikhúsið óskar Hönnu Maríu og Ólafi til hamingju með nafnbótina,“ segir í tilkynningunni.
Menning Leikhús Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira