Menning

Hanna María og Ólafur Örn nýir heiðurs­fé­lagar Leik­fé­lags Reykja­víkur

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri, Ólafur Örn Thoroddsen, Hanna María Karlsdóttir og Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður Leikfélags Reykjavíkur.
Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri, Ólafur Örn Thoroddsen, Hanna María Karlsdóttir og Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður Leikfélags Reykjavíkur. LR

Listamennirnir Hanna María Karlsdóttir og Ólafur Örn Thoroddsen voru gerð að nýjum heiðursfélögum Leikfélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins í gær.

Í tilkynningu segir að þau hafi bæði verið mikilvægir þátttakendur og áhrifavaldar í sögu Leikfélags Reykjavíkur.

Ferill Hönnu Maríu hjá Leikfélaginu spannar hátt í fjóra áratugi og á þeim tíma lék hún yfir 75 hlutverk m.a. í JóaDjöflaeyjunniÞrúgum reiðinnarDómínóMávahlátriÖndvegiskonum auk þess sem hún leikstýrði einleiknum Sigrúnu Ástrós sem gekk í þrjú leikár á Litla sviði Borgarleikhússins. Hanna María hlaut Grímuna sem besta leikkona í aðalhlutverki árið 2005 fyrir hlutverk sitt í Héra Hérasyni og tilnefningu fyrir hlutverk sitt í Degi vonar 2007.

Ólafur Örn var um langt skeið einn af hornsteinum Borgarleikhússins og einn helsti hljóðhönnuður Leikfélags Reykjavíkur. Hann réðst til Leikfélags Reykjavíkur við opnun Borgarleikhússins árið 1989. Fyrsta verkefni hans þar var hljóðhönnun í verki Ólafs Hauks Símonarsonar, Kjöt, í janúar 1990 en síðan þá hefur hann unnið við fjölda sýninga hússins og má þar nefna Einhver í dyrunum, Öndvegiskonur, Boðorðin 9, Híbýli vindanna, Woyzeck, Ófagra veröld, Amadeus, Dauðasyndirnar, Harry og Heimir, Nei ráðherra, Jesú litli og Hús Bernhörðu Alba, en fyrir þá sýningu var Ólafur tilnefndur til Grímunnar fyrir hljóðhönnun.

Borgarleikhúsið óskar Hönnu Maríu og Ólafi til hamingju með nafnbótina,“ segir í tilkynningunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.