Þórólfur: Mögulegt að endurskoða þurfi afléttingar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. október 2021 12:13 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. vísir/egill Áttatíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og innan við helmingur þeirra var í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur mögulegt að endurskoða þurfi áætlanir um afléttingar. Um sextíu prósent þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar. Nýgengni smita hefur verið á uppleið enda greindist töluverður fjöldi einnig um helgina, eða um sjötíu manns á dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir faraldurinn á uppleið. „Enda er nokkuð ljóst að veiran er komin mjög víða og þegar hún er farin að smeygja sér inn á spítalann er það áhyggjuefni.“ Slakað hefur verið verulega á samkomutakmörkunum undanfarið og til stendur að aflétta öllum takmörkunum innanlands eftir rúmar þrjár vikur. Aðspurður hvort þetta sé raunhæft miðað við stöðuna lýsir Þórólfur áætluninni sem framtíðarsýn stjórnvalda - aðgerðir þurfi að lokum að sníða út frá raunverulegri stöðu. „Það eru náttúrulega stjórnvöld og ráðherra sem ræður þessu endanlega. En ég held að ef við förum að fá mikla aukningu og aukningu á spítalanum held ég að menn þurfi nú kannski að endurskoða þær áætlanir.“ Hann segist þó enn ekki farinn að huga að því að grípa í taumana og skila ráðherra nýjum tillögum - þörf á því muni ráðast á næstunni. „Það verður að skýrast af því hvað gerist á spítalanum næstu dagana. Hvernig hann er í stakk búinn að meðhöndla fólk og sinna þeim sem þurfa á innlögn að halda. Við erum kannski ekki að fylgjast svo mikið með þeim sem eru að greinast. Við vitum að það segir ekki alla söguna.“ Fólk með einkenni á ferðinni Þórólfur segir útbreiðsluna hraðari en hann vildi sjá og vísar til mikilla hópamyndana. Þá sé fólk með einkenni á ferðinni. „Veiran er víðs vegar og það þurfa ekki að vera stórar samkomur til þess að smit greinist. Erum að sjá að fólk með einkenni er víða og í vinnu og annars staðar og nær að smita marga. Þetta er kannski erfitt núna þegar fólk er bólusett og fær væg einkenni; menn halda sig síður til hlés og fara í sýnatöku,“ segir Þórólfur og bætir við að þannig breiðist veiran út. „Og held að hún muni gera það áfram. Þetta er svona það sem við erum að horfa upp á í því að lifa með veirunni. Það er svona landslag þar til að ónæmi verður meira í samfélaginu. Þá fer að hægjast á þessu en hvenær það verður er erfitt að segja.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Um sextíu prósent þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar. Nýgengni smita hefur verið á uppleið enda greindist töluverður fjöldi einnig um helgina, eða um sjötíu manns á dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir faraldurinn á uppleið. „Enda er nokkuð ljóst að veiran er komin mjög víða og þegar hún er farin að smeygja sér inn á spítalann er það áhyggjuefni.“ Slakað hefur verið verulega á samkomutakmörkunum undanfarið og til stendur að aflétta öllum takmörkunum innanlands eftir rúmar þrjár vikur. Aðspurður hvort þetta sé raunhæft miðað við stöðuna lýsir Þórólfur áætluninni sem framtíðarsýn stjórnvalda - aðgerðir þurfi að lokum að sníða út frá raunverulegri stöðu. „Það eru náttúrulega stjórnvöld og ráðherra sem ræður þessu endanlega. En ég held að ef við förum að fá mikla aukningu og aukningu á spítalanum held ég að menn þurfi nú kannski að endurskoða þær áætlanir.“ Hann segist þó enn ekki farinn að huga að því að grípa í taumana og skila ráðherra nýjum tillögum - þörf á því muni ráðast á næstunni. „Það verður að skýrast af því hvað gerist á spítalanum næstu dagana. Hvernig hann er í stakk búinn að meðhöndla fólk og sinna þeim sem þurfa á innlögn að halda. Við erum kannski ekki að fylgjast svo mikið með þeim sem eru að greinast. Við vitum að það segir ekki alla söguna.“ Fólk með einkenni á ferðinni Þórólfur segir útbreiðsluna hraðari en hann vildi sjá og vísar til mikilla hópamyndana. Þá sé fólk með einkenni á ferðinni. „Veiran er víðs vegar og það þurfa ekki að vera stórar samkomur til þess að smit greinist. Erum að sjá að fólk með einkenni er víða og í vinnu og annars staðar og nær að smita marga. Þetta er kannski erfitt núna þegar fólk er bólusett og fær væg einkenni; menn halda sig síður til hlés og fara í sýnatöku,“ segir Þórólfur og bætir við að þannig breiðist veiran út. „Og held að hún muni gera það áfram. Þetta er svona það sem við erum að horfa upp á í því að lifa með veirunni. Það er svona landslag þar til að ónæmi verður meira í samfélaginu. Þá fer að hægjast á þessu en hvenær það verður er erfitt að segja.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira