Lífið

Fyrsta sýnishornið úr þættinum Stóra sviðið

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Stjörnur stóra sviðsins leggja allt undir í erfiðum verkefnum.
Stjörnur stóra sviðsins leggja allt undir í erfiðum verkefnum. Stöð 2

Þátturinn Stóra sviðið er nýr fjölskylduþáttur þar sem skemmtun og afþreying eru í aðalhlutverki. Steinunn Ólína leggur fyrir þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr., fyndnar og fjölbreyttar áskoranir.

Í hverjum þætti fá þeir til sín þjóðþekkta einstaklinga sem aðstoða þá við að leysa þessar þrautir eftir sinni bestu getu. Áskoranirnar eru allt frá kvikmyndagerð yfir í rómantík og þurfa þeir að leggja allt sitt í sölurnar til að vinna hylli áhorfenda sem síðan kjósa sigurvegara hvers þáttar fyrir sig. 

„Þetta er náttúrlega bara alveg ferlega gaman og mikill heiður fyrir mig að fá að vinna með þeim strákum, Auðunni Blöndal og Steinda. Ég bara held að þetta geti orðið alveg rosalega skemmtilegt hjá okkur,“ sagði Steinunn Ólína á dögunum um verkefnið í samtali við Vísi.

Hér er á ferðinni óborganlegur þáttur eins og sjá má í meðfylgjandi sýnishorni. Sviðið er líka sturlað flott. Fyrsti þáttur fer í loftið á föstudag á Stöð 2. 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.